Samvinnan - 01.06.1971, Qupperneq 20

Samvinnan - 01.06.1971, Qupperneq 20
Kristmundur Hannesson, Reykjanesi: Skólahald við ísafjarðardjúp vegna þess að tækjakostnaður á hvern nemanda verður meiri, og ætti að liggja i augum uppi án þess ýkja grannt sé skoðað. Já, en ríkið borgar helming kennslutækjakostnaðar, ekki satt? Jú, að vísu, en hinn helm- ingurinn reynist fámennum og fátækum sveitarfélögum oft harla seigur biti og einatt of stór i þokkabót. Af þessu leiðir að litlir skólar eru oft mjög vanbúnir kennslutækjum, og mega þeir þó sízt við því. Hér erum við komin að vandamáli, sem ég hygg ekki úr vegi að ígrunda örlítið nán- ar, ekki sízt sökum þess að fjöldi manna, einkum á þétt- býlisstöðum, stjórnmálamenn ekki undanskildir því miður, gerir sér harla litla grein fyrir hinni efnahagslegu stöðu fá- mennra sveitarfélaga úti um land. Oft sést því á loft haldið, hversu miklum mun hver nem- andi í skólum úti á landi sé ríkissjóði þyngri baggi en hver nemandi í þéttbýli. Þetta er rétt svo langt sem það nær, en ekki nema hálfur sannleikur að mínu viti. Það er rétt að úti á landi koma víða færri nemend- ur á hvern kennara en í þétt- býlinu, m. a. vegna samkennsl- unnar, því engum dettur í hug að ætla kennara, sem kennir tveim, þrem eða jafnvel fjórum aldurshópum samtímis, jafn- marga nemendur til umsýslu og kennara sem kennir hrein- um aldursárgangi. Er þó af- sláttur á nemendafjölda vegna samkennslu hvergi nærri full- nægjandi, en að því atriði er ekki rúm til að víkja nánar hér, þótt ástæða væri vissulega til. Þá hleypir heimavistarkostnað- ur mjög fram hluta ríkissjóðs á hvern nemanda úti á landi, einnig hlutfallslega mikill tækjakostnaður o. fl. o. fl. En er nú með þessu verið að færa dreifbýlinu fórnir á kostnað þéttbýlisins? Ég held ekki. Mál- ið er ekki svona einfalt, eins og ýmsir vilja þó í veðri láta vaka. Og nú langar mig til að taka litið dæmi, sem ætti að geta verið nokkurt svar við þessari síðustu spurningu, jafnframt því sem ég vona að það fái varpað dálitlu ljósi yfir hina efnahagslegu stöðu fámennra byggðarlaga: í litlu sveitarfélagi úti á landi hefur það gerzt undan- farin ár og raunar næstliðna áratugi, að 70, 80 og jafnvel 90% af hverjum árgangi ungs fólks hefur flutt á brott, aðal- lega í þéttbýlið við Faxaflóa. Meðan þetta fólk var á fram- færslualdri heima í sinni fæð- ingarsveit voru foreldrar þess ekki fullir gjaldþegnar til síns sveitarsjóðs, þ. e. þeir höfðu frádrátt vegna barnanna. Síð- an fór unga fólkið gjarnan til frekara náms, ef það hafði ástæður til, og skólanemar eru eins og allir vita heldur rýr tekjustofn fyrir þennan sama sjóð. Þegar svo skólanámi lauk flutti unga fólkið burt og gerð- ist vinnuafl og gjaldþegnar í hinu nýja umhverfi. Þannig hefur landsbyggðin matað þéttbýlissvæðin á vinnu- krafti og gjaldþegnum, borið kostnaðinn af uppeldinu og menntuninni, en ekki fengið neitt i staðinn. Fátæk og van- megnug sveitarfélög sitja í þeim vítahring að geta ekki boðið unga fólkinu aðstöðu né viðunandi þjónustu til þess að það setjist að heima, heldur verða að sjá á eftir því til „stærri“ staða. Þessi sveitarfé- lög eru að óeðlilega miklum hluta byggð upp af börnum og gamalmennum. Það fólk, sem ætti að öllu eðlilegu að vera drýgstu gjaldendurnir til sveit- arsjóðsins, flyzt brott jafnótt og það kemst á legg. Af þessum sökum sé ég enga ástæðu til að vorkenna sam- eiginlegum landssjóði þótt hann þurfi að bera þyngri byrðar vegna dreifbýlisungl- inganna en vegna jafnmargra þéttbýlisunglinga. Með þvi er ekki verið að gefa dreifbýlinu eitt eða annað. Að mínu viti er með þessu verið að skila því nokkru af því, sem það hefur látið af hendi rakna við þétt- býlið. Ég vona, að þetta einfalda dæmi fái varpað nokkru ljósi yfir orsakir þess, að fámenn sveitarfélög úti á landi eru fjárhagslega vanmegnug að sinna þvi hlutverki að skapa fullkomna aðstöðu til mennt- unar unga fólksins, þótt hinu sé ekki að leyna að rikisvaldið skirrist lítt við að leggja þeim skyldurnar á herðar. Að lokum Lesmálsrýmið leyfir ekki fleiri orð um þetta efni. En áð- ur en ég set punktinn, langar mig til að skjóta einni spurn- ingu til umhugsunar að yfir- stjórn fræðslumála þessa lands. Finnst ykkur úr vegi, næst þeg- ar breytingar verða áformaðar á fræðslulögunum, að láta eins og einn skólamann úr dreifbýl- inu eiga þar hlut að máli? Það gleymdist þegar grunnskóla- frumvarpið sæla var saman sett. Siguröur Ó. Pálsson. Aður Á Reykj anesi við ísafjarðar- djúp er héraðsgagnfræðaskóli og einnig heimavistarbarna- skóli fyrir fjóra hreppa, þ. e. Ögur-, Reykjarfjarðar-, Naut- eyrar- og Snæfjallahrepp. Til 1966 var skólaskylda frá 10 til 13 ára aldurs, og lauk henni með fullnaðarprófi. Skipti- kennsla var og er enn í barna- skólanum. Skiptikennsla er kennslufyrirkomulag, sem víða tiðkast í dreifbýli. Helmingur af skólaskyldum börnum er í skólanum, meðan hinn helm- ingurinn er við nám heima. Al- gengt er að börnin skiptist á skólaveru viku- eða hálfsmán- aðarlega, en við Djúp er skipt mánaðarlega. Fyrir 1966 var Héraðsskólinn eins konar verk- námsunglingaskóli í þremur bekkjardeildum. 1. og 2. bekk- ur voru 3 til 4 mánuði í skól- anum, en 3. bekkur var 7 mán- uði. í þessum þrem bekkjum var námsefni í bóklegum grein- um svipað og tekið er til ungl- ingaprófs. Verknám var eitt- hvað meira. Frá haustinu 1966 hefur starfað hér 1. og 2. bekk- ur unglingastigs, frá 1967 3. bekkur almenn miðskóladeild og frá 1968 gagnfræðadeild. Nú Barnaskólinn er tvær deildir með skiptikennslu, eldri og yngri deild. I yngri deild eru 10 ára börn og þau 8 og 9 ára börn, sem foreldrar vilja senda vor og haust. í eldri deild eru 11 og 12 ára börn, og er þeim kennt saman nema í íslenzku og reikningi. Eftir tvo vetur í eldri deild ljúka börnin barna- prófi, en skyldunámi ljúka þau úr 2. bekk Héraðsskólans. Við barnapróf hafa börnin verið 10 til 12 mánuði í skóla sam- tals. Foreldrar með mismun- andi tima, getu og aðstöðu verða að sjá um fræðslu barna sinna að mestu til 10 ára ald- urs og um 40—50% frá 10 til 12 ára. Nú ætti að vera augljós munur á menntunaraðstöðu dreifbýlis með skiptikennslu og þéttbýlis. Það er ekki hægt að ætlast til, að allir bændur séu góðir kennarar frekar en allir kennarar séu góðir bændur. Húsnæðisskortur hefur háð skólastarfi hér um árabil, þó nokkuð hafi rætzt úr á siðustu árum. Húsnæði barnaskólans er ein kennslustofa, heimavist fyrir 24 nemendur og ein kenn- araíbúð, allt sambyggt. Hús- næði Héraðsskólans er heima- vist fyrir 90 nemendur, mötu- neytisaðstaða fyrir 120 og fjór- ar kennaraíbúðir, einnig sam- byggt. Eftir er að reisa hér kennslustofur fyrir Héraðsskól- ann, íþróttahús, sundlaug, kennara- og starfsmannaíbúð- Barna- og héraðsskólinn ú Reykjanesi við ísafjarðardjúp. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.