Samvinnan - 01.06.1971, Side 23
forsvaranlegt menntunarupp-
eldi. Mér hefur líka oft dottið
í hug, að í raun og veru væri
óverjandi, barnanna vegna, af
foreldrum að taka sér búfestu
þar sem svona er í pottinn búið.
Þær sýslur landsins, sem voru
svo lánssamar að fá héraðskóla
á þeim árum, sem þeir voru
reistir, hafa allt aðra og skárri
aðstöðu til að veita börnum
sínum lögboðna undirstöðu-
menntun. Það sýnir sig líka,
að þar sem hægt er að láta
unglingana Ijúka landsprófi
eða gagnfræðaprófi í sínu
heimahéraði, er miklu betur
séð fyrir skyldunáminu. Við
hér í sýslunni verðum að gera
stórt átak í skólamálum til þess
að rétta hlut okkar. Við þurfum
stóran skóla í Varmahlíð, og
bygging hans hefur verið sam-
þykkt af sýslunefnd, og til allr-
ar hamingju höfum við sýslu-
mann, sem mun styðja það
mál ótrauður. Pé hefur verið
lagt til þeirrar skólabyggingar
úr sýslusjóði nokkur undanfar-
in ár, og á fjárlögum í ár eru
lagðar 2 miljónir „til skóla í
Skagafjarðarsýslu", eins og mig
minnir að það sé orðað. Þetta
fé segja þingmenn kjördæmis-
ins okkur að nota eigi í Varma-
hlíð í væntanlegan skóla — sem
verður máske kallaður grunn-
skóli — en ekki hafa þeir kjark
til að segja hreint og beint, að
það sé veitt til Varmahlíðar-
skólans, hvað sem veldur. Sá
skóli, sem í Varmahlíð rís,
verður fyrst og fremst fyrir síð-
ustu bekkina áður en sérnám
tekur við fyrir þeim er lengra
halda á menntabraut, hvort
sem um er að ræða verklegt
eða bóklegt nám. Þar getur vit-
anlega lika verið barnaskóli
fyrir fleiri hreppa. Félagsheim-
ilið Miðgarð má framvegis nota
meira eða minna til kennslu;
þar er stærðarsalur, sem nota
má bæði til hópkennslu og við
hátíðleg tækifæri, svo að ekki
þarf að gera ráð fyrir stórum
sal i skólanum. Þarna er sund-
laug á staðnum og nóg heitt
vatn.
Vilja enga samvinnu
Steinsstaðaskólinn getur tek-
ið fleiri unglinga á 13—14 ára
aldri. Manni skilst að fámenni
sveitarinnar hafi staðið þeim
skóla fyrir þrifum undanfarið.
Hins vegar er það margyfirlýst
stefna forráðamanna Lýtings-
staðahrepps, sem fyrrverandi
oddviti þeirra, Björn Egilsson,
ræddi persónulega við þing-
menn kjördæmisins — svona
þegar hann var að reka merki-
leg erindi í miðstöð hámenn-
ingarinnar í Reykjavík og lét
siðan birta í blöðum (ásamt
mynd af sér) — að þeir Lýt-
ingar vildu vera einir og útaf
fyrir sig með allt og ekki hafa
neina samvinnu við nágranna
sína. Ekki mun þó standa á því,
að unglingar úr öðrum sveitum
fái að njóta skólavistar í
Steinsstaðaskóla. Þar hafa líka
oft verið aðkomubörn og ungl-
ingar við nám.
Byggja þarf fleiri skóla, ekki
sízt þegar skólaskylda á nú lík-
lega að lengjast. Mættu sumir
skólarnir vera eingöngu fyrir
yngstu nemendurna, t. d. til
12 ára aldurs, aðrir miðaðir við
lengra nám. Trúlegt þætti mér,
að vel hentaði að hafa heima-
vist i þessum skólum fyrir þörn,
sem lengra ættu í skólann að
sækja, en aka þeim börnum
sem væru úr nágrenninu. Þau
gætu þá fengið hádegisverð í
skólanum. Lenging skólaskyld-
unnar krefst aukins kennslu-
húsnæðis, og þeirri kröfu verð-
ur að fullnægja. En ég held
að við yrðum ánægð, þótt ekki
væri byggt úr dýrustu viðarteg-
undum, heilir veggir úr gleri —
sem er heldur kuldalegt í
norðanstormum — og gólf úr
marmara, sem þyrfti svo máske
að teppaklæða til þess að draga
úr hávaða. Það hlýtur aö vera
hægt að spara einhvern til-
kostnað við skólabyggingar og
fá þó allt það nauðsynlegasta,
en þá má ekki láta arkítektana
ráða öllu, þó að þeir vilji það.
Kyrrstaða
Það eru eflaust margar sam-
verkandi ástæður fyrir kyrr-
stöðunni í skólamálum hér.
Hver hreppur hefur helzt viljað
hafa sinn barnaskóla, en von-
andi fer samvinna á þessu
sviði að aukast. Það verður
ómögulegt að fá góða kennara
að mjög litlum skólum, sem
starfa stuttan tíma árlega. Þó
að stór skóli sé máske ekki al-
ger trygging fyrir góðu kenn-
araliði, eru þó meiri líkur til að
þeir fáist þangað, sem starfs-
skilyrði eru góð.
Síðustu árin hefur það ólán
elt okkur að nokkrir menn á
Sauðárkróki hafa tekið sér fyr-
ir hendur að berjast fyrir því
að heimavist verði reist fyrir
sveitaæskuna við gagnfræða-
skólann þar. Rikissjóður kostar
byggingu heimavista, og yfir
sumarið má nota þær fyrir
gistihús handa ferðafólki. Það
væri kjörið í Varmahlíð. Þessir
góðu menn á Sauðárkróki telja
sig bera velferð sveitaungling-
anna fyrir brjósti, en einkum
og sér í lagi ætla þeir að spara
fyrir ríkissjóðinn. Sveitirnar
eiga að vera svo fámennar, að
óverjandi sé að eyða fé í skóla-
byggingar þar. En ef litið er í
það stórfróðlega rit „Mann-
fjöldaþróun og almenn byggða-
stefna á Norðurlandi", sem kom
út 1968, má sjá, að árið 1967
búa í sveitum í Suður-Þingeyj -
arsýslu 2626 manns, en í Skaga-
fjarðarsýslu 2549. Þá eiga Þing-
eyingar Laugaskóla, sem tekur
mikið yfir 100 nemendur og
hefur landsprófs- og gagn-
fræðadeildir, og nú er senn lok-
ið smíði tveggja stórra skóla, í
Ljósavatnshreppi og Aðaldal,
og eiga þeir að vera fullkomn-
ir skyldunámsskólar eftir lög-
unum frá 1945. í Bárðardal er
heimavistarbarnaskóli, sömu-
leiðis barnaskólar í Mývatns-
sveit og í Reykjadal. E. t. v. eru
barnaskólar á Tjörnesi og Sval-
barðsströnd. Húnvetningar
hafa 3 skóla með landsþrófs- og
gagnfræðabekkjum, á Blöndu-
ósi, Skagaströnd og Reykjum í
Hrútafirði. Á Reykjum er 4.
bekkur gagnfræðastigs. Svo eru
þeir nýbúnir að fá Húnavalla-
skólann. Rétt er að geta þess,
að Strandasýsla stóð að bygg-
ingu Reykjaskóla á sínum tíma.
Mesti háskinn
íslenzka ríkið er nú þegar
búið að spara meira en nóg
með því að vanrækja skólamál-
in í Skagafjarðarsýslu, en að
sama skapi höfum við tapað.
Það er enginn smávegis ávinn-
ingur fyrir sveitirnar að eiga
góða skóla. Þangað koma vel
menntaðir kennarar og margt
starfsfólk. Fámennið í sveitun-
um dregur allt félagslíf þar
niður, og þó leggja margir mjög
mikið af mörkum á þvi sviði,
t. d. i söng- og leikstarfsemi,
bæði hér og annarsstaðar. Lífið
í sveit er og verður öðru vísi
en í kaupstað, náið samband
við náttúruna og dýrin. Þó að
sveitafólk sé skammarlega
hlunnfarið hvað lífsafkomu
snertir, er sveitabúskapur samt
sem áður menningarrík og
heilbrigð staða og ætti að vera
í meiri metum en nú er. Alltaf
er mikið sótzt eftir að koma
kaupstaðarbörnum í sumardvöl
í sveit, jafnvel til ókunnugra
og vandalausra. Innst við
hjartarætur hvers einasta
manns er taug, sem tengir
hann við náttúruna, ekki að-
eins við aðra menn og dýrin, en
líka við grös og steina, fjalla-
læki, fossa og ár. Það er til að
koma kaupstaðarbörnunum í
kynni við þessa hlið lífsins að
þau eru send í sveitirnar. En
þegar nú sveitirnar leggja svo
mikið til handa kaupstöðunum,
t. d. með því að taka börn í
sumardvöl, og með ódýru
vinnuafli þeirra, sem úr sveit-
unum flytjast og þar hafa alizt
upp með litlum tilkostnaði af
almannafé, eins og stjúpbörn
þjóðfélagsins, hljótum við að
finna að þetta getur ekki bless-
azt lengur. Við í Skagafjarðar-
sýslu höfum verið alltof hóg-
vær í kröfum, höfum reyndar
engar kröfur gert. Það versta
af öllu væri, ef sá ósvifni áróð-
ur sem uppi er hafður fyrir þvi,
að engu megi kosta til sveita-
skóla (þeir verði aldrei al-
mennilegir, enginn menntaður
maður geti unað í sveit og
fleira í þeim dúr), ef sá áróður
væri farinn að verka á bændur
og búalið, þá væri sá skaði
skeður, sem tæplega yrði bætt-
ur. Það er alveg ósannað mál
að erfiðar gangi að fá kennara
og starfslið að héraðsskólunum
heldur en t. d. að Gagnfræða-
skólanum á Sauðárkróki. En
eftir því sem meira hallar á
okkur, er hættan nær að við
beygjum okkur fyrir rangind-
unum. Þetta er mesti háskinn.
Aðvörun
Mig langar að enda þessi orð
mín með því að taka upp ör-
fáar hendingar úr ljóði eftir
kæran kennara minn frá æsku-
árunum, Þorgeir Sveinbjarnar-
son. Mér finnst þær lýsa svo
vel þeim söknuði eftir sveit-
inni, sem býr í brjóstum
margra þeirra, sem á malbiki
ganga og ekki geta snúið aftur
til uppruna síns.
Hvers vegna erurn við
ekki alltaf saman,
eigum heima innan um steinana
og fjalldrapann?
lærum fögnuð vorsins —
og lifum svo
í voninni
að fá eitthvert kvöldið
vini okkar í heimsókn,
hvítt lamb
og rautt folald.
Sú tilfinning, sem tjáð er í
þessu litla ljóði, mætti vera
okkur aðvörun, forða okkur frá
að líta á okkur sem einhvers-
konar undirmálslýð, af því að
við stundum framleiðslustörf
og berum lítið úr býtum. Við
höfum fengið okkar pund að
ávaxta, og ef við biegðumst
börnum okkar ekki í því að sjá
þeim fyrir þeirri aðbúð í skóla-
og menntunarmálum sem þau
eiga rétt á, getum við sagt og
sannað að við höfum varðveitt
menningararfinn að okkar
hluta.
Helga Kristjánsdóttir.
23