Samvinnan - 01.06.1971, Side 29

Samvinnan - 01.06.1971, Side 29
tillit til þróunar og hagsældar annarra og þá fyrst numið staðar, þegar mið sé tekið af mannkyninu öllu. Það er samt ljóst, að sú þróun gerist ekki á skömmum tíma eða átakalaust. Til þess eru forréttindaaðilarnir í veröldinni of margir og of voldugir. Árið 2000 munu að því er ætla má þau átök, sem áttu sér stað innan þjóðfélaga Vesturlanda á 19. og 20. öld milli alþýðunnar og forrétt- indastéttanna, hafa tekið á sig nýja mynd, sem þegar má greina útlínurnar í. Mynduð hafa verið efnahagsbandalög, líklega þrjú, kannski fjögur. Öll Vestur- lönd munu mynda eina af hinum þremur efnahagsheildum. Sósíalísku ríkin að Kina undanskildu munu mynda aðra efnahagsheildina. Þriðji heimurinn svo- kallaði eða þróunarlöndin — en til þeirra telst meginhluti Suður-Asíu, Afríka nær öll og Suður-Amerika — verður stofninn i þriðju efnahagsheildinni. Hugsanlegt er að verulegur hluti gula kynstofnsins komi á hliðstæðri samstöðu. En efnahagsbandalögin eru aðeins áfangi. Það er samt engan veginn Ijóst á þessu stigi, á hvern hátt efnahagsbandalögin munu myndast og hvaða breytingar þau hafa í för með sér á stöðu ríkja og þjóða. Skal ekki hér gerð nein tilraun til ágizk- ana i þeim efnum, enda gæti aðild að bandalögunum verið með ýmsu móti. Eitt er samt harla ljóst: Á Vesturlöndum mun stofnun eins víðtæks efnahagsbandalags leiða til þess, að ný verkefni og stórkost- leg munu blasa við alþýðuhreyfingunum öllum. Þetta kemur ekki sízt til af því, að forréttindaaðilar Vesturlanda, sem haft hafa takmarkað olnbogarúm í mörg- um þjóðríkjum Vesturlanda, munu telja að aðstæður og möguleikar hafi breytzt þeim verulega í hag. Þá mun aftur reyna enn meira en nú á alþýðusamtökin að standa vörð um hagsmuni þeirra sem minna mega sín. Er af þessum sökum næsta liklegt, að samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin færist verulega í aukana á næstu áratugum, og mun meðal annars stuðla að því, sem fyrr var full- yrt, að til verulegs uppgjörs kemur að því er varðar forréttindi einkaneyzlu eða samneyzlu. í þeim átökum milli alþýðu- samtakanna og forréttindaaðilanna verð- ur hinn sívaxandi þekkingarforði hinum fyrrnefndu mikilvægastur til sóknar og varnar; mun, að því er ég ætla persónu- lega, ráða úrslitum. Tillitsleysi forrétt- indaaðilanna varðandi mannréttindi og umhverfi mun, þegar fram í sækir, veikja málstað þeirra og tryggja sókn og árang- ur alþýðuhreyfinganna. Með þeirri forystu aiþýðuhreyfinganna í efnahagsbandalögum veraldarinnar, sem ætla má að náðst hafi árið 2000, verður gildismatið orðið allt annað en nú er. Að þvi er framleiðslu og viðskipti varðar, mun hið nýja gildismat sem grundvallast á mikilvægi samneyzlunnar fram yfir einkaneyzluna til viðbótar við það sem áður er nefnt taka mið af eftir- farandi: Skilyrði þarf að tryggja til vax- andi lífs og gróandi á jörðunni, en það þýðir meðal annars að koma verður i veg fyrir að loft, vatn og jörð mengist í þeim mæli að ógni lífinu sjálfu, en sú hætta vofir þegar yfir. Sú breyting ein á gildis- matinu mun hafa hin víðtækustu áhrif á allt athafnalíf jarðarbúa. — Frumfram- leiðslan, sem horfið hefur í skugga hinna síðari framleiðsluþátta svo og þjónust- unnar, mun að minni hyggju aftur verða veigamest bæði beint og óbeint. Beint vegna þess að fæðuskortur er nú þegar stærst allra vandamála mannkynsins, en óbeint vegna hins hve mikilla og marg- þættra starfa þarf við til þess að tryggja að jörðin verði framtíðarreitur, þar sem mönnum er búinn samastaður að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi. Af þessu mun leiða nýja vakningu að hvetja mennina til að hverfa aftur til náttúrunnar. Sú hvatning verður ekki rökstudd með draumórum að upplifa einhverja frumreynslu mannkynsins, en sú var uppistaðan í sentimentalisma 18. aldarinnar og rómantik hinnar 19., held- ur mun hún grundvallast á fullri vitund þess, að mannkynið getur ekki lifað í stríði við umhverfi sitt. Líf manna getur ekki byggzt á rányrkju né heldur því að þverbrjóta öll lögmál náttúrunnar og raska jafnvægi hennar. Slíkt getur aldrei orðið án þess að stofna tilveru sjálfs mannkynsins í hættu. Það kemur eins og af sjálfu sér að minni hyggju, að samvinnuhreyfingin á íslandi mun í nánu samstarfi við verka- lýðshreyfinguna tryggja í atvinnulífinu, að mið verði tekið af hagsmunum alls almennings. Fyrir því mun það koma í hennar hlut að byggja upp og skipuleggja samtök mismunandi aðila til að hag- nýta auðlindir lands og hafs með fullu tilliti til framtíðarinnar, en fullri varúð gagnvart öllum stundarhagsmunum. Ég er bjartsýnn á möguleika samvinnu- hreyfingarinnar sem verzlunar- og við- skiptasamtaka á íslandi árið 2000 og tel mig þegar hafa tilgreint nokkrar ástæður til þeirrar bjartsýni minnar. Enn eru samt ógreindar tvær ástæður, sem ég tel veigamestar. Önnur er sú sannfæring mín, að alþýð- an sé uppspretta allrar lífskviku og fram- vindu. Heilbrigt og heillavænlegt mat á því, hvað raunverulega sé manninum keppikefli og ávinningur, kemur frá fólk- inu sjálfu. Alþýða manna lætur aldrei „hreina skynsemi", sem svo er kölluð, stjórna sér. Hún tekur ævinlega tillit að jöfnu til tilfinninga og öðlast á þann hátt „heilbrigða skynsemi“. Þessi sannfæring mín gerir það að verkum, að ég álít hik- laust, að miklu meira tillit verði í fram- tíðinni tekið til skoðana og hugmynda alþýðunnar heldur en nú er gert. Þetta mun verða beinlínis vegna þess, að hinn aukni þekkingarforði mannkynsins mun leiða það í ljós, að margt af því, sem full- yrt hefur verið af svokölluðum vísinda- mönnum og fræðimönnum, sem einangr- azt hafa í sérfræðum sínum, en þau eru harla oft í raun og veru ekkert annað en sérvizka, fær engan veginn staðizt. Hitt er sönnu nær sem reynsla kynslóðanna hefur kennt alþýðu manna og hún ekki verið nógu „lærð“ eða nógu „bókfróð" til að varpa frá sér. Þá er ég líka þeirrar skoðunar, að árið 2000 hafi sá sannleikur orðið öllum jarð- arbúum augljós, að mannleg tilvera hefur tvær víddir. Önnur er vídd neyzlunnar, sú sem á síðustu áratugum hefur verið einkunn og aðal Vesturlanda. Hin er vidd sköpunarinnar og sjálfstjáningarinnar, sem verið hefur vanrækt svo ótrúlega, að furðu gegnir að Vesturlandabúar skuli hafa sætt sig við. Það kemur því engum á óvart að sú hugmynd hefur skotið upp kollinum, að ný manntegund væri að sjá dagsins ljós á Vesturlöndum og leysa homo sapiens, „hinn vitiborna mann“ af hólmi. Þá manntegund er sagt að kalla mætti homo manipulatus — „hinn skipu- lagða, tilbúna mann“, sem hvorki þurfi að hugsa, finna til eða bregðast við á sjálfstæðan hátt. Af honum væri allur vandi tekinn. Hann væri „mataður“ á hugmyndum, tilfinningum og viðbrögð- um. Hann væri á líkan hátt orðinn eftir- 29

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.