Samvinnan - 01.06.1971, Síða 32
Atli Már:
L i FSBLEKKINGIN
Við niðandi vötnin, í nánd þess sem er og var
í nægtanna heimi, vort agn berst
með strauminum bláum.
Vér bíðum og vonum til einskis þolgóðir þar,
þess eins að fiskar þeir taki,
sem aldrei vér náum.
, i
Og loksins er kvöldar, vér allir öxlum vor skinn
og örþreyttir göngum til móts
við svefninn og drauminn.
Þegar vonbjartur sólmorgunn rís yfir veiðistað
þinn,
er víst að þar stendur nú annar,
og rennir í strauminn,
— og sízt myndi hann trúa, þó segðum vér
honum þá:
„Sjá, — þú færð ekki bröndu í þessari á."
G A M L A SKÁLDIÐ MITT
Líttu til skýja.
Líttu í auga mófugls
og munablóms.
Sjáðu burknann
í brunaskor.
Hlustaðu á öldung
holbekktri röddu
kveða heiðin ævintýr;
huldarmál úr steini
og hörpu fossbúans.
Sjáðu bekrana
í bröttu fjalli,
drifhvíta jökla,
dalalæðuna,
og hamingjusól
í hádegisstað.
Sjáðu líka
síðhærðan
svalvetur,
draugamyrkrið
yfir hrundum bæ
í heiði,
harðspora
á hjarni,
Glám, í hverri gætt
og gjörningaveður...
Garún, — Garún.
Snússaðu þig
Uþþí sólina
gamla skáldið mitt,
og gældu við hann
Glókoll,
sem Guð
gaf þetta
þúsundlitaland
álfaskeiða
og unaðsdala,
hulduheima
og hljóðakletta,
dynskóga
og djúpra vatna,
veglausra öræfa
og vorhimins ...
Þrátt fyrir allt
á ísland draum.
Svo horfum við aftur
í auga mófuglsins.
Þrátt fyrir allt
er ennþá:
tóvinna á tunglinu,
þeysireið álfa
á nýársnóttu,
Ólafur muður
og dilla ég þér jóð . . .
Mér sögðu þetta álftir,
álftirnar
sem kvaka.
LITLA LEIKSYSTIR
Fyrst.
Hve tállaust og tryggt
var augnaráð þitt
í upphafi vega.
Ungir dagar
ástríðu nætur
og augu þín
voru aleiga mín
litla leiksystir.
Þá var söngur í lofti
og vor um alla veröld.
Seinna.
Einsog tvö börn
sem heimurinn hefur rænt
gullum sínum
og eygja í fyrsta sinni
hversdagsleika hins gráa dags,
einsog tvö börn.
Þannig höfum við um stund
starað hjálparvana
hvort á annað.
Hver ertu, leikbróðir minn?
Hver ertu, litla leiksystir?
Að leiðarlokum.
Hægan, hægan
opnast augu allra daga.
Það er héla á vöngum
og hönd mín leitar þinnar.
Hve órafjarri
orð sem meiddu
og tár sem féllu forðum.
í hendi mér hvílir
hönd þín
— litla leiksystir —
hnýtt og gömul. • •
32