Samvinnan - 01.06.1971, Side 42
Soffía Guðmundsdóttir:
ÞJúÐsnGnn um nonunn
Fyrsta grein
í þessari grein og þremur, sem á eftir
fylgja, verður þess freistað að gera
nokkra grein fyrir megindráttum í bók
Betty Friedan, sem á frummálinu nefnist
The Feminine Mystique.
Ég hef við samantekt mína stuðzt við
norska þýðingu, sem ber titilinn Myten
om kvinnen, og hef ég léð efni þessu
heitið „Þjóðsagan um konuna“. Rétt er
að taka fram, að í greinum þessum er
ekki nema að litlu leyti um beina þýð-
ingu að ræða.
Betty Friedan er bandarísk, fædd í
Peoria í Illinois árið 1921. Hún lauk prófi
frá Smith College árið 1942 með ágætis-
einkunn og stundaði síðan nám í sálar-
fræði við háskólann í Berkeley i Kali-
forníu 1942—43. Hún hefur starfað sem
sálfræðingur og félagsfræðingur. Einnig
hefur hún lagt stund á blaðamennsku og
skrifað fjölda greina i ýmis bandarísk
tímarit, bæði urn sálfræðileg efni og fé-
lagsfræðileg, svo og um málefni er lúta
að stöðu kvenna i þjóðfélaginu. Þá hefur
hún stundað félagslegar rannsóknir, og
í bók þeirri, sem hér um ræðir, birtast
einmitt niðurstöður rannsóknar, er hún
framkvæmdi á árunum 1957—63 varð-
andi stöðu kvenna í bandarísku þjóðfé-
lagi. Bókin kom út í Bandaríkjunum árið
1963.
í bók þessari lýsir höfundur m. a. þeim
algeru umskiptum, sem verða i Ameríku
á eftirstríðsárunum, þegar heil kynslóð
faglega menntaðra kvenna er beinlínis
send heim, þótt um væri að ræða ágæt-
lega hæfan vinnukraft. Þá upphófst
furðuleg dýrkun á hinni kvenlegu hlé-
drægni, hinu óvirka ósjálfstæði. Hún lýs-
ir allýtarlega þessu nýja andrúmslofti og
styður frásögn sína einatt mörgum dæm-
um.
Það kemur skýrt fram, að þessi heim-
sending skeður einmitt samtimis því, að
heill herskari af hermönnum kemur
heim úr stríðinu og tekur aftur til við
fyrri borgaraleg störf. Hið blómlega efna-
hagslif stríðsáranna með fulla atvinnu
og mikla eftirspurn eftir framleiðslu sinni
varð nú að miðast við friðartíma, og taka
þurfti með í reikninginn möguleikana á
efnahagslegri stöðnun og atvinnuleysi.
Bandaríkin voru eina auðuga landið i
heiminum; önnur lönd voru meira og
minna i sárum og rústum eftir styrjöld-
ina. Þá upphefst meiri háttar auglýsinga-
herferð með það að markmiði að skapa
heimamarkað, þar sem neytendur krefð-
ust stöðugt nýrrar og nýrrar neyzluvöru
og héldu þannig framleiðslunni gangandi.
Konurnar voru reyndar helztu neytend-
urnir, og smámsaman þokuðust þær út
af vinnumarkaðinum. Þar með skeði
nákvæmlega það sama og i öðrum lönd-
um auðvaldsheimsins á krepputimunum
eftir 1930 og yfirleitt eftir að strið hefur
verið háð: þá þoka konurnar burt af
sviði atvinnulifsins og hverfa heim á leið.
Nýtt íhald
Sverre Lysgaard ritar formála að
norsku útgáfunni og segir m. a.:
„Þegar talað er um hlutverk kynjanna
og vandamál þar að lútandi, er venju-
lega átt við hlutverk konunnar. Ástæðan
er ekki beinlínis sú, að konum líði endi-
lega verr en körlum i okkar þjóðfélagi;
þvert á móti má segja, að þeim reiði jafn-
vel betur af. Meðalaldur kvenna er hærri,
færri slys henda þær, vissar tegundir
sjúkdóma herja síður á konur, og þær
lenda sjaldnar á glapstigum. Ástæðan er
fremur sú, að karlmaðurinn og hlutverk
hans skoðast ekki út frá kynferðissjónar-
miði. Hann kemur fram sem fulltrúi
hins almenna; hann er unnt að skilgreina
án þess að vísa til nokkurs annars upp-
fyllandi hlutverks á móti, t. d. konunnar.
í þessum skilningi er karlmaðurinn nær
þvi að vera manneskjan sjálf en konan
er. Staða og hlutverk konunnar eru aftur
á móti eindregið kynferðislega ákvörðuð
og benda til eða sýna afstöðu hennar
gagnvart öðrum aðilum, þ. e. eiginmanni
og börnum. Staða og hlutverk karlmanns-
ins eru bundin við „hinn stóra heim“,
vettvang þjóðfélagsins; konunnar hins
vegar við hið þrönga svið, fjölskylduna og
heimilið.
Uppeldi drengja miðast ekki við það
að undirbúa þá sem verðandi eiginmenn
og feður, heldur sem virka þátttakendur
í atvinnu- og þjóðlifi. Stúlkur eru aftur
á móti aldar upp sem verðandi eiginkon-
ur og mæður. Þetta er hin hefðbundna
mynd. Hver sú kona, sem reynt hefur að
brjótast út úr hinu kynferðisbundna lífs-
formi sínu, veit fullvel, hve erfðavenjurn-
ar eru steikar. Á vettvangi atvinnulífsins
er iðulega litið á hana sem framandi gest,
er naumast eigi sér þar þegnrétt. Hennar
eigin afstaða og viðhorf mótast þannig af
þessum aðstæðum, af vantrú hennar á
eigin getu og efasemdum um gildi at-
hafna hennar, er til lengdar lætur. Sé um
gifta konu að ræða, mun bæði henni og
eiginmanni hennar finnast eðlilegast, að
vaxandi starfsálag á heimilinu lendi mest
á henni. Þar með fær hún tvöfalt hlut-
verk, sem verður til þess að fjarlægja
hana enn meir frá opinberum vettvangi.
Þetta eru hinar bláköldu staðreyndir,
en fræðilega séð eða í grundvallaratrið-
um þyrfti þessu ekki að vera þannig farið.
í raun og veru er ekki hægt að benda á
einn einasta eðlislægan, meðfæddan eig-
inleika í fari konunnar til réttlætingar
þessari skýrt afmörkuðu verkaskiptingu,
sem grundvöll hins sérstaka verksviðs
hennar á heimilinu.
Sá timi, sem það tekur að fæða og næra
barnið á fyrsta æviskeiði þess, getur ekki
verið nægilegur grundvöllur alls þessa
hefðbundna fyrirkomulags. Hugsanlega
réttlætingu á þessari skipan er fremur
að finna í þjóðfélagslegum hugmyndum,
tilgátum og bollaleggingum unr það, hvað
sé foreldrum og uppvaxandi kynslóð fyrir
beztu, og sömuleiðis í þeirri staðreynd, að
aðrir möguleikar stranda á vissum fram-
kvæmdaatriðum varðandi barnagæzlu og
ýmis heimilisstörf.
Það er rétt og nauðsynlegt, að öll þessi
hefðbundna skipan sé tekin til umræðu,
vegin og metin, og er framlag Betty Frie-
dan í þeim rökræðunr eindregið og sköru-
legt. Hún er fyrst og fremst róttæk í
þeim skilningi, að hún vill ekki slaka á
fyrri hugmyndunr um lausn konunnar af
klafa hins þrönga sviðs. Þetta viðhorf
hefur fengið nýjan andbyr, ihaldssemi
með nýju svipmóti, einskonar „neo-tradi-
tionalisma“, þannig að haldið er fast við
gamlar erfðavenjur, en nú á nýjum for-
sendum. Þar eru ekki lengur á ferðinni
gamlar og gamaldags fullyrðingar um
forystu karlmannsins og hinn eina rétta
stað konunnar á heimilinu, heldur er á
ferð nýr fagnaðarboðskapur, sem hefur á
42