Samvinnan - 01.06.1971, Síða 49

Samvinnan - 01.06.1971, Síða 49
o Alls ekki viðhlítandi tákn, — en af hverju alltaf þessi spurn- ing: „á hinum almenna mark- aði“? Listaverk fást ekki nið- ursoðin í dós í kjörbúðum, jafnvel ekki fyrirbæri líkt og Earth Art, Eat Art, Money Art, Anti Art og ei heldur pólitísk list. Listamarkaður og almenn- ur markaður er tvennt ólíkt. Almenningur kaupir yfirleitt ekki myndlistarverk, heldur þröngur hópur manna, sem hefur áhuga á list og fylgist með því, sem gerist í listum, og hverjum og einum er frjálst að hafa áhuga á þessum málum,— Einkennilega orðuð spurning, sem og reyndar flestar hinar, — innviðir eru undarlega á- þekkir. s Frumleikinn skiptir jafnan miklu máli, — vandaðar eftir- prentanir raska honum ekki og eru æskileg menningardreifing, — en oft eru eftirprentanir í engu samræmi við frummynd- ina vegna óvandaðrar vinnu. Á sviði eftirprentana ekki síður en á sviði myndlistar fyrirfinn- ast hrein gróðasjónarmið, og er þá betur heima setið en af stað farið. O Listamönnum leyfist margt til að vekja athygli á sér, svo sem margur veit, einnig þetta að setja verðstöðvun á verk sín. Það er einnig óbein verðstöðv- un, er góður listamaður verð- leggur myndir sínar hóflega, sem er ekki óalgengt, án þess að auglýsa það opinberlega líkt og teiknarinn Roj Friberg virðist gera. Á meðan myndir ís- lenzkra málara eru stórum ó- dýrari en starfsbræðra þeirra á Norðurlöndum, er tómt mál að tala um slíkt, nema það eigi að vera í samræmi við láglauna- svæðið, sem ýmsir eru sagðir vilja innleiða hér. 8 Bæði opinberir aðilar og al- menningur geta gert mjög margt til að skapa heilbrigðara andrúmsloft í listaheiminum. Ljóst er, að róttækra breytinga er þörf hvað sjónmennta- fræðslu viðkemur, allt frá barnaskóla til háskólastigs. Al- menningur mætti gjarnan vera opnari fyrir myndlistum og hrista af sér vana- og kreddu- bundin viðhorf gagnvart þess- um málum. Það er líkast því sem fólk iðulega fyrirverði sig fyrir að vera staðið að því að hugsa eða hlusta með augun- um, svo talað sé á líkingamáli. Augun virðast eiga að vera ólæs á annað en bókmál, — það telst nánast hnýsni að horfa af athygli i kringum sig. En það er engin blinda verri en nátt- myrkur andvaraleysis gagn- vart umhverfinu, og þannig séð mun blinda algengara mein en nokkurn grunar. o Meðferð á málefnum mynd- listar gæti naumast verið los- aralegri. Gildar greinar um myndlist í blöðum mega sín lít- ils sem menntunar- og fróð- leiksdreifing á móti fréttaþjón- ustu, sem er næsta ófær um að meta, hvað fréttnæmt sé við sýningar og skilgreina það. Al- mennir fréttamenn eru sendir á stúfana til að lýsa myndlist- arsýningum, en hinsvegar fag- menn til að lýsa iþróttakapp- leikjum. Æskilegt er að þýtt sé meira af fróðlegum greinum um myndlist ekki síður en um kvikmyndalist eða aðrar listir. Gagnrýnendur þurfa að vera við hvert einasta dagblað höf- uðborgarinnar. Við eigum nóg af menntuðu fólki, sem fengur væri að, ef það vildi láta ljós sitt skína varðandi þessi mál. Æskilegt væri að fjölboðar legðu sig fram við að breyta almennum viðhorfum gagn- vart þessum málum, sem gerir fólk beinlínis hrætt við að taka einarðlega afstöðu til þessara mála á opinberum vettvangi. Það yrði stigið mikið spor í rétta átt ef Menningarsjóður tæki sig til og styrkti útgáfu veglegs tímarits um sjón- menntir, sem kæmi út 1—2svar á ári. — Hver er hlutur ríkis- útgáfu námsbóka varðandi námsbækur um sjónmenntir? — Er hún i nokkru hlutfalli við bókmenntir? — Mér er ekki kunnugt um neina slíka bók. Fagmenn velja efni bók- menntalegs eðlis, en svo mun ekki hvað sjónmenntir snertir. — Hér áður fyrr voru mál- verkasýningar stórum meiri viðburður i borgarlífinu. Sýn- -ingar eru orðnar fleiri, en á móti vegur það, að fólki hefur einnig fjölgað, einkum ungu fólki, sem takmarkaða fræðslu hefur fengið gagnvart sjón- menntun frá skólakerfinu og fjölboðum. Væri ekki ráð að hinn ungi blaðamannaskóli fengi listamenn til fyrirlestra- halds og til að skilgreina myndlist og svara fyrirspurn- um? Af framanskráðu má ráða að ef vilji sé til að endurskipu- leggja þessi mál, þá biða mikil verkefni þeirra manna er til þess veljast. 4 Gylfi Gíslason, nemandi í Myndlistarskólanum í Reykjavík: O Verzlunarvöruframleiðsla fyrir núverandi markaðsástand er veikur grundvöllur listsköpun- ar og veitir í sumum tilfellum ekkert svigrúm. Þó ætti ekki á þessu stigi málsins að vinna beint gegn slíku, heldur byggja fleiri undirstöður. Eða með orð- um pólitíkusanna: Að renna fleiri stoðum undir.... 0 Metnaður er nauðsyn, en i vin- sældakeppni af þessu tagi eru skæðustu vopnin fjöldatilbún- aður á smekklegheitum meðal- mennskunnar ásamt auglýs- ingaaðgerðum, og er iþrótt en ekki list. 0 Á meðan viðhorfin leyfa að menn með saltfisk í hjartastað kaupi nöfn þekktra myndlist- armanna til innilokunar i bankahólfum, eins og dýrmæt frímerki, eða til stöðutákna- brúks, verður listin ekki sá snari þáttur sem annars gæti orðið. o Frægð og þó sérstaklega vel- gengni á sölutorginu er engu öruggari trygging á ágætinu en að lítill frami eftir langan starfsdag sanni hið gagnstæða. 0 Hvað gefur myndum gildi? Er það frummyndin, sá eini sanni „original", eða er það innihald- ið, notkun eiginda efnis og flatar með eða án þekkjanlegra fyrirmynda og boðskapar? Á- hrifamáttur góðra mynda eykst við útgáfu eftirprentana, þó samt í takmörkuðum upplög- um, nema ef um áróðursmynd- list er að ræða; þá gegnir öðru máli um eintakafjölda. Ódýr fjöldaframleiðsla nær til al- mennings, eða er það tilviljun hve margir liðinna stórmeist- ara málaralistarinnar unnu grafík, fjöldaframleiðslu þeirra tíma? 0 Nafn teiknarans væri varla nefnt hér ef þetta væri ekki ó- venjuleg auglýsingabrella. En hver er sjálfum sér næstur; eftir sjálfan mig á ég ennþá örfáar óseldar teikningar á gamla verðinu. o Hvað er gert og hvernig? Þrjú meginöfl veita fé til myndlistar okkar; það eru myndakaup al- mennings, sem jafnframt fjár- magnar hina aðilana, Listasafn íslands og listamannalaun. Báðir opinberu aðilarnir virð- ast vera til af því að þeir eiga að vera til, fremur en að þeir eigi sér takmark og tilgang í samfélaginu. Eitt aðalsjónar- mið listamannalauna ætti að vera að hlúa að nýgræðingi, en safnsins að leiðbeina almenn- ingi sem þá kynni að velja sér verk af sæmilegum smekk. En í síðustu launaúthlutun var júníorinn nærri fertugur og al- gerlega gengið framhjá SÚM, sem nú er með stóra samsýn- ingu hjá einu frægasta nútíma- listasafni veraldar. Með viður- kenningu á síðustu fjörkippum Listasafnsins er þó gífurlega margt ógert þar, svo sem ein- faldar kynningar þar sem fag- maður hjálpaði fólki að nálgast verkin og höfundana, sérsýn- ingar t. d. i Bogasal, myndlist send um landið, sérstakar skólakynningar, myndakvöld, umræður og tenging við aðrar greinar, t. d. ljóð og tónlist eða byggingarlist. Að ekki sé talað um erlendar farandsýningar. Samspil myndlistar og húsa- gerðar er næstum óþekkt, og hæpið að bygging húsa sé yfir- leitt viðurkennd sem list hér; en að ógleymdri mislukkuðu uppákomunni kringum útihurð nýju frímúrarahallarinnar hef- ur liklega engin nýbygging í Reykjavík siðustu 15 árin haft mynd sem þátt í útliti nema Loftleiðahótelið. Hinum nýtilkomnu starfs- styrkjum ætti að fjölga, jafn- 49

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.