Samvinnan - 01.06.1971, Page 51

Samvinnan - 01.06.1971, Page 51
Ð Þar sem ég álít það ekki heppi- legt að listamenn vinni eins og hverjir aðrir verkamenn hjá einhverjum aðila, hlýtur frægð og frami i flestum tilfellum að vera viðhlítandi mælikvarði á gildi hans, að vísu með þeim undantekningum sem auglýs- ingamoldviðri getur haft i ein- staka tilfellum. 0 Með eftirprentunum hefur ver- ið unnið mjög þarft verk til kynningar á myndlist, og sé ég því ekkert til fyrirstöðu að halda því áfram, ef vandað er til verksins og ekki prentað í alltof stórum upplögum. 0 Tiltæki þessa sænska teiknara finnst mér ágæt auglýsing fyrir viðkomandi, sem því miður er ekki hægt að endurtaka. o Ég tel að hið opinbera ætti að stórauka myndlistarkennslu og fræðslu og stuðla þannig að heilbrigðu listmati almennings, því hjá almenningi skapast að sjálfsögðu ekki heilnæmt and- rúmsloft nema hann hafi þroskað myndvit. 0 Meðferð íslenzkra fjölmiðla á málefnum myndlistarinnar er fjarri því að vera upp á það bezta. Mál þessi hafa nokkuð verið til umræðu að undan- förnu, og sýnist sitt hverjum. Sjónvarpið gerir jafn hátt und- ir höfði okkar færustu mynd- listarmönnum og algerum við- vaningum, og sumir blaðamenn gerast sjálfskipaðir listfræð- ingar þegar þeir f j alla um sýn- ingar. Ekki hef ég neina alls- herjar lausn á þessum málum handbæra, en tel að fjölmiðlar okkar og forráðamenn sýning- arsala ættu að hafa sér til ráðuneytis sérfróða menn á sviði myndlistar. Að vísu eig- um við grátlega fáa listfræð- inga, og að hafa leiðbeinanda úr röðum myndlistarmanna er neyðarúrræði, þar sem þá greinir mjög á um ágæti kol- lega sinna, einkum þeirra sem troða nýjar slóðir. Örugglega verður starf myndlistarráð- gjafa örðugt, þegar haft er í huga að verk sumra mestu myndlistarmanna síðustu ald- ar hlutu ekki náð fyrir augum forráðamanna fjölmiðla og sýningarsala þeirra tíma, fyrr en viðkomandi listamenn voru orðnir háaldraðir eða ekki lengur í tölu lifenda. + Kjartan Guðjónsson, listmálari: O Það er alltaf uppi tizku- og tímabundið snakk um, að þetta eða hitt ætti að vera svona eða hinsegin. Rauðsokkur vilja t. d. fá algert jafnrétti kynj- anna, listamenn listina í þágu fólksins o. s. frv. En það er byrjað á öfugum enda; slíkt verður aldrei annað en málæði nema áður sé komið á sósíal- ísku þjóðskipulagi. Að mála kapítalismann rauðan hefur reynzt heldur vanþakklátt verk. Að vinna gegn ríkjandi söluháttum er að vinna með sósíalisma. 0 Fæstir listamenn hafa nokkuð af þessu að segja; það er eng- inn markaður til að keppa um. Aftur keppist markaðurinn um þá fáu sem selja. 0 Það er bezt að buna svolítið á uppboðin. Þar á sér stað dálítið kátbroslegt kauphallarbrask eða rúletta með vanillukeim af menningu. Það segir enginn grand nema þrístirnið sé í borði: Ásgrimur, Kjarval, Jón. Aðrar sagnir fara eftir föstum reglum, en án allrar áhættu; allt spottprísar 40 þúsund og þar fyrir neðan (hægt að losna við það á sama). Það sem kall- að er grand er allt uppundir 100 þúsund (svosem einn þriðji af því sem miðlungs popp- strákar fá í útlöndum), og kaupandi fær nafn sitt í blöðin eins og sannri hetju sæmir. Þeir pókernáttúruðu veðja stundum 2 þúsund kall eða minna á óþekkta eða óviður- kennda jókera (alltaf hægt að gefa það ættingjum). Það væri oftast nokkurnveginn sama þótt farið væri í hnífakaup að óséðu. o Hér er varla hægt að tala um frama neins á almennum markaði. Ástsælustu listamenn þjóðarinnar eru metnir lágt, sennilega enginn ennþá hálf- drættingur við bílverð. Það er ekki langt síðan þingmenn létu hafa það eftir sér í Kaup- mannahöfn, að þeim þætti Kjarvalsmálverk dýrt á 220 þúsund. Þessi mynd kann að vera konungsgersemi, árgang- urinn er góður. Sem betur fer hafa bræður okkar Danir sennilega ekki tekið eftir þess- ari höfðinglegu búsýslan ís- lenzkra þingmanna þar á staðnum. Við kaupum bila orðalaust á sama verði og efn- aðir útlendingar. 0 Þetta kemur ekkert frumleika við heldur smekk. í þessu sam- bandi væri ekki fráleitt að vitna til Toscaninis sem sagði eitt sinn: Að hlusta á tónlist af hljómplötu er eins og að tala við kærustuna sína í síma. Ef mynd er annars nógu góð til að vera endurtekin þúsund sinnum, sé ég ekkert athuga- vert við þetta. 0 Máttur auglýsingarinnar er mikill og listamenn oft furð- anlega viljugir að leika þau skoffín, sem margur góðborg- arinn hefur unun af að hneykslast á, eða klappa á koll- inn á. Jafnvel þeir sem hafa sagt þjóðfélaginu upp trú og hollustu einsog hippar, jippar, anarkistar eða hassistar eru mengaðir oní tær af kapital- ísku auglýsingaskrumi. Nú leika þeir róttæk skoffín í Sví- þjóð — í auglýsingaskyni. o Ég held það væri spor í rétta átt ef hægt væri að semja við listamenn um vikukaup og gera þeim kleift að vinna fyrir brauði sínu eins og annað fólk — með list sinni. Fari ég frek- ar útí þetta, lendi ég aftur í pólitík. 0 Nei, það getur varla kaliazt annað en vandræðalegt fálm í blindni. ^ Sigurður Örlygsson, nemandi i Myndlista- og handíðaskóla íslands: O—Q Það hlýtur að vera rökrétt af- leiðing núverandi þjóðfélags- fyrirkomulags á fslandi, að listamenn framleiði fyrir al- mennan markað. Sþurningin er því hvort núverandi þjóðfélags- skipan sé heppilegur jarðvegur fyrir list. Þeirri spurningu treysti ég mér ekki að svara. Sé hinsvegar gengið út frá ríkj- andi fyrirkomulagi, er stærsti gallinn sá, að fæstir kaupend- ur málverka kunna að greina kjarnann frá hisminu og láta því blekkjast af yfirborðs- kenndu fúski. Það eru oþin- berir aðilar, skólar og fjölmiðl- 51

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.