Samvinnan - 01.06.1971, Síða 52
ar, sem ábyrgðina bera á þessu
ástandi, þar sem þeir gera lítið
sem ekkert til að rækta sjón-
mennt þjóðarinnar. Við þetta
ástand er samkeppnisfyrir-
komulagið rammagerðamálur-
um góður gróðavegur, en lík-
lega listinni i landinu ekki til
framdráttar.
Q
Naumast er hægt að banna
fólki að kaupa listaverk í
gróðaskyni, en hugsunarhátt-
urinn finnst mér hvimleiður og
lágkúrulegur. Þess eru dæmi að
menn sem hafa keypt listaverk
í auðgunarskyni hafi hjálpað
listamönnum úr tímabundnum
fjárhagsörðugleikum, en það
er aðeins gálgafrestur fyrir
listamenn og engin endanleg
lausn þessa umrædda vanda-
máls.
Ð
Nei — ég held, að lítið samband
sé á milli frama listamanns á
almennum markaði og listræns
gildis hans, þótt þetta tvennt
fari stundum saman.
0
Eftirprentanir af málverkum
er gott dæmi um gervifram-
leiðslu, sem flestirfáleiðaáeft-
ir skamma hrið, vegna þess að
það er ómögulegt að komast í
beint samband við þær og bera
virðingu fyrir þeim frekar en
flestu plastskrani og glingri,
sem við höfum daglega fyrir
augunum. Meðan þjóðartekj-
unum er ekki deilt jafnt milli
allra, er það tæplega á færi
allra, sem hafa hug á að eign-
ast góð listaverk, að verða sér
úti um þau. Það þyrfti að hefja
grafíklist til meiri virðingar á
íslandi og fleiri listamenn að
leggja stund á hana, því allir
ættu að hafa ráð á að kaupa
grafíkmyndir.
Ð
Þar sem ég þekki ekki til uppá-
tækis sænska teiknarans hef
ég ekkert um það að segja.
Andleg \ erðmæti er ókleift að
meta til fjár, alla þá vinnu,
þjáningu og gleði, sem getur
legið bak við eitt listaverk. Með
þetta í huga held ég, að ís-
lenzkir myndlistarmenn verð-
leggi verk sýn yfirleitt ekki of
hátt og þurfi ekki að fara að
dæmi Roj Fribergs að sinni.
Q—Q
Almenningur getur varla skap-
að heilnæmara andrúmsloft í
listalífi þjóðarinnar meðan op-
inberir aðilar skapa ekki gott
fordæmi. Allir þeir opinberu
aðilar, sem hafa eitthvað með
myndlist að gera, standa sig að
mínum dómi illa. Listasafnið er
hálfgerð dauðs manns gröf í
staðinn fyrir að vera lifandi og
virk stofnun í snertingu við
lífið og líðandi stund. Vissulega
ber að þakka Nolde-sýninguna
og yfirlitssýninguna á verkum
Gunnlaugs Schevings, en nú
ætti næsta verkefni safnsins að
vera að kynna innlenda og er-
lenda eldlínumenn í myndlist
og sýna okkur nýjustu andlegu
átökin á vígstöðvum nútíma-
listar. Listamannastyrkurinn er
orðinn hálfgerð ellilaun og ekki
úthlutað til þeirra, sem helzt
þyrftu hans með og bezt hafa
til hans unnið, t. d. Vilhjálmur
Bergsson, Jón Gunnar og ýmsir
aðrir ungir listamenn. Mynd-
listarfræðsla og ræktun sjón-
menntar er nánast engin í
framhaldsskólum. Allt nám er
miðað við að belgja nemendur
upp með hagnýtri menntun, en
þroski tilfinninga og fegurðar
er talinn óþarfur. Margir ís-
lenzkir blaðamenn gera sér
enga grein fyrir þeirri ábyrgð,
sem á þeim hvílir, og því valdi,
sem þeir hafa yfir lesendum.
Þegar einhver fúskarinn opnar
sýningu fær hann „pressu“ og
viðtöl í dagblöðunum eins og
sjálfur Rembrandt væri endur-
fæddur. Verstir eru þó blaða-
menn Morgunblaðsins, sem
spilla meira fyrir en myndlist-
argagnrýnendur blaðsins
byggja upp. Sýningargluggi
Morgunblaðshallarinnar ber ó-
tvírætt vitni um listsmekk og
listmenntun þeirra Morgun-
blaðsmanna.
Sjónvarpið reynir að skjóta sér
undan þeirri ábyrgð að velja og
hafna í fréttaflutningi frá
myndlistarsýningum. Það er ó-
þolandi að sjá algerum fúsk-
urum og færustu listamönnum
þjóðarinnar gert jafnhátt und-
ir höfði í fréttatímunum. Á
þessu mætti þó ráða nokkra
bót, ef fengnir væru tveir til
þrír menn til að sjá um stutt-
an myndlistarþátt öðru hvoru
í fréttunum, eitthvað líkt og í-
þróttafréttirnar eru. Til þess
að koma í veg fyrir einsýni og
einokun einhvers ákveðins hóps
listamanna, væri nauðsynlegt
að hafa þessa menn á ólíkum
aldri og ekki endilega mynd-
listarmenn, heldur listfræðinga
eða áhugamenn um myndlist.
Ég gæti bent á fleira, sem
breyta mætti til að skapa líf-
rænna og heilbrigðara and-
rúmsloft í myndlist hérlendis,
en læt hér staðar numið. ♦
Valtýr Pétursson, list-
málari og listdómari:
Ég vil taka það fram, að ég
svara þessum spurningum sam-
kvæmt hérlendum aðstæðum.
o
Ég verð að játa, að ég þekki
ekki þá myndlistarmenn, sem
eingöngu framleiða myndir
fyrir almennan markað eða
sem söluvarning eingöngu, og
því þekki ég ekkert til þess
fyrirbæris, sem spurt er um.
Þeir listamenn, sem ég hef mest
saman við að sælda, vinna verk
sin fyrst og fremst i þeim til-
gangi að tjá sínar eigin kennd-
ir, og það er algerlega óútreikn-
anlegt, hvort þau verk verða
söluvarningur eða ekki. Ríkj-
andi söluhættir á listaverkum á
íslandi eru með mjög eðlilegum
hætti að minu áliti, þar sem
viðskiptin fara í flestum tilfell-
um fram milli kaupenda og
listamannanna sjálfra. Auð-
vitað verður mikið af list að
almenningseign á listasöfnum,
og það er gleðilegt til þess að
hugsa, að áhugi á listasöfnum
hefur farið mjög vaxandi síð-
ustu áratugi, og þannig ná þau
til fjöldans meir en nokkru
sinni áður.
Q
Sölukapphlaup á listaverka-
markaði hefur engin áhrif á
gerð merkari myndlistar, nema
síður sé. Keppni eins og t. d. í
íþróttum eða sölu á þvottadufti
á ekkert erindi í listsköpun.
Listsköpun er engin verk-
smiðjuvinna, og ef ég man rétt
þá hefur t. d. Halldór Laxness
sagt frá því, að hann hafi eytt
sex árum í að skrifa Gerplu án
þess að hafa snert á öðru við-
fangsefni. Þetta litla dærni seg-
ir meir en margar þéttritaðar
blaðsiður í tímariti.
Q
Sannarlega á fjárfesting i list-
um eins mikinn rétt á sér og
önnur fjárfesting. En það þarf
sérstaka hæfileika og þekkingu
til að slíkt fyrirtæki blessist.
Ð
Frami listamanns á hinum al-
menna maíkaði hefur ekkert
með gildi viðkomandi lista-
manns að gera. Við höfum ó-
tæmandi dæmi úr listasögunni
frá öllum tímum sem sanna
það. En engu að síður getur
farið saman samtíma aðdáun á
listamanni og varanleg frægð.
Þess má einnig geta, að sumir
listamenn ná mikilli frægð i
mjög þröngum hópi, án þess að
ná nokkrum árangri á almenn-
um markaði.
0
Það er alveg sama, hve góðar
eftirlíkingar eru gerðar af
listaverki, þær ná aldrei að
hafa sama áhrifakraft og það,
sem unnið er með höndum
listamannsins. Þeir, sem þekkja
myndlist aðeins af eftirlíking-
um, fá álíka niðursoðin áhrif
listarinnar eins og þeir, sem
ekki hafa hlustað á hljómsveit-
avflutning hljómkviðu nema af
hljómplötum. Það getur ekkert
komið í staðinn fyrir hið upp-
runalega listaverk.
Q
Ég er orðinn hundleiður á
þessu sífellda stagli um, að
þetta og hitt sé svona og svona
i Svíþjóð, og mig varðar ekkert
um, hvernig sænskir teiknarar
fara að þvi að vekja á sér at-
hygli. Verð á listaverkum á ís-
landi er skammarlega lágt mið-
að við það er gildir með öðrum
52