Samvinnan - 01.06.1971, Page 54

Samvinnan - 01.06.1971, Page 54
Nei Guðrún mín þessi saga er ekki um þig. Nei Jóhanna mín í bláma fjarlægðarinnar þessi saga er heldur ekki um þig. Öðru fremur má segja að þessi saga fjalli um bláma fjar- lægðarinnar; þangað kemst ég einhvern tíma í framtíðinni með ferðatöskur troðfullar af endurminningum hugsunum mínum um eitt- hvað liðið. Hið eina sem gerist í þessari sögu er það að ég gef nokkrum hugsunum lausan tauminn þær streyma út úr heilabúinu fram I handleggina riðlast út í fingurgómana sem látlaust snerta ritvélarlyklana í taktföstum áslætti; þannig raða þær sér (elsku litlu og yndislegu og Ijúfu og geðþekku hugsanirnar mínar) á snyrtilegan hátt á hvítan pappírinn. Allar þessar Guðrúnur og Jóhönnur koma þessu máli lítið við; það held ég á yfirborð- inu. Hver er með sjálfum sér í dag? Vá hvílík- ur dagur til að dreyma upp drauma! Vá vá hvílíkt vá! Allar þessar persónulegu atóm- sprengjur: Magnús vinur minn og Arnar vinur minn og Ásta vinkona mín. Ó þið elsku litlu hugsanirnar mínar Ijúfu og yndislegu og geð- þekku hugsanirnar mínar mikið langar mig að taka ykkur og kreista og kjassa; það er svo gott. Vinir mínir ég sé ykkur fyrir mér í hug- skoti mínu í öllum regnbogans litum það finnst mér svo gott. Það er svo gott sem er gott. Ég veit hvers vegna Magnús vinur minn hefur utan um sig skel. Ég veit vel hvers vegna Arnar vinur minn hefur utan á sér harða skel. Hún Ásta vinkona mín er svo dul að hún þekkir varla sjálfa sig; ég veit vel hvernig ég á að komast inn úr skel henn- ar þegar það gerist verður atómsprenging: það er svo gott af því að Ásta vinkona mín er bæði kroppur og séní. Ó hún Ásta vin- kona mín er svo mikill kapítuli út af fyrir sig. Ég sagði við sjálfan mig: Æ Jónas bless- aður farðu nú að komast að kjarna málsins og í sem stytztu máli. Og ég hugsaði með sjálfum mér að gripi maður til samlíkingar og notaði í stað málsins orðið mykjuhaugur hvar er þá kjarni málsins? kjarninn? Kjarni mykjuhaugsins eða mykjuhaugurinn í almætti sínu hinn einfaldi en raunverulegi kjarni máls- Eysteinn Björnsson: Trú Þú finnur vængbrotinn máf í fjörunni. Þú tekur hann varfærnum höndum og berð hann í skjól. Siðan hjúkrar þú honum og færir honum mat á hverjum degi. Og svo, — þegar hann er heil- brigður og getur flogið á ný, krem- urðu höfuð hans í sundur með fæti þínum.-------En ég geng í fjörunni og leita að vængbrotnum máfi til að hjúkra og kremja undir fæti mínum. Mánudagur, 9. maí, 19--- kl. 4 e.h. Eg var settur í land klukkan níu í morg- un. Sólin var enn nálægt sjóndeildarhringn- um, og himinninn var fölblár, eins og ævin- lega fyrst á morgnana hér um slóðir. Þegar ég steig fyrst í grænt þangið í fjörunni og dró djúpt að mér andann og fyllti lungun af ins? kjarni kjarnans? alda öldunnar? hús hússins? eldspýta eldspýtunnar? blóm blóms- ins? maður mannsins? Hugsanir mínar í öll- um sínum einhliða teygjanleika fara stund- um með mig á staði sem mig óraði aldrei fyrir að væru til. Enn er mér í fersku minni er konan með hundinn fékk einróma lof kvikmyndagagn- rýnenda. Aftur á móti vakti það furðu mína að ekkert skyldi vera minnzt á Möggu í Möggubúð Gísla á elliheimilinu Baldur bletta- skalla Tomma túkall og Magga mús. Og fleiri mætti telja til: Stínupínuapþelsínu Ólapóla- skítaróla að ég ekki nefni Fimmaura-Dísu Hafnarfjarðar-Gullý Vestmannaeyja-Önnu. Áfram gæti ég haldið áfram að telja til Kobba kleinu Ása formann Valtý reykský og Braga snaga. Og ennfremur langar mig að minnast á Sigga sæta Dísu dúkkulísu o.fl. o.fl. Ég meina: Kannski er alvara lífsins eitthvað mið- að við annað. Tínum til staðreyndir: Hestur- inn Jarpur er betri skeiðhestur en hesturinn Gráni. Á hinn bóginn er hesturinn Gráni meiri brokkari en hesturinn Jarpur. Enda þótt hesturinn Jarpur sé betri skeiðhestur en hest- urinn Gráni er ekki þar með sagt að hestur- inn Jarpur sé bezti skeiðhestur í heimi. Og ekki er heldur þar með sagt að hesturinn Gráni sé mesti brokkari í heimi þótt hann sé meiri brokkari en hesturinn Jarpur. I sömu andrá og ég finn að ég er að nálgast það sem mestu máli skiptir fjarlægist ég það á sama hátt. Kannski ætti ég að byrja á sög- unni upp á nýtt: Afgreiðslumaðurinn í blómabúðinni seldi engin blóm þennan daginn vegna þess hve óhönduglega honum tókst til með viðskipta- vinina. Ef til vill hefði hann átt að vera hlýrri i viðmóti. Ef til vill var lipurmennska hans alls ekki nógu lipur. Ef til vill var um að ræða skort á sjálfstæðri háttvísi . . . Eða þessi nýja byrjun: Risastórar flugvélar lentu í dag á flug- vellinum. í dag lentu sjö risastórar risaflug- vélar í gervi Oliver Twists. Engir blómvendir engin gleðitár engin þögul samkunda ekkert. Látleysið var svo látlaust að því virtist aldr- ei ætla að linna . . . hreinu, tæru loftinu, fannst mér ég vera frjáls á ný. Það er annars einkennilegt, hvernig loftið er snemma á morgnana. Það er í senn hrjúft og mjúkt viðkomu og svo rakt, að þegar mað- ur hreyfir sig, er eins og maður fái jökulkalda vatnsgusu í andlitið, og maður sýpur hveljur. Döggin — ekkert jafnast á við döggina, þessi auðæfi — þessar einu sönnu perlur náttúrunnar. Þegar þú smýgur milli trjánna, rekur þú þig í greinar hér og þar, og þá hrynja daggardroparnir á þig — á andlit þitt og hendur, og snertingin verður að nötrandi tilfinningu, sem hríslast um þig allan. Þegar ég andaði að mér þessari hringiðu lifandi andrúmslofts og titrandi daggardropa, fannst mér — í fyrsta skipti á ævinni — ég vera frjáls maður. En það, eins og allt annað, er tóm blekking. Og þá finnst mér ég sjá dóm- arann, þegar hann stóð upp og negldi á mig hrollvekjandi augnaráð sitt; röddin óhagg- anleg, ströng: „-------------ákærði gerzt sekur um víta- verða vanstjórn á tilfinningum — — — — slíkt má ekki eiga sér stað í því þjóðfélagi, Ó hver er ég þessi Jónas mannlífsins? ætli það sé aðalspurningin? Já já svarið er ákaflega einfalt já já ég er íæknisfræðistúdent (hvað með þig þig?). í sumar var ég á krufn- ingarnámskeiði úti í Skotlandi. Þegar ég kom heim lenti ég í klónum á tollgæzlunni á flug- vellinum; það var farið með mig inn í hlið- arherbergi og speglaður á mér rassinn nei nei það var ekkert hass í minum rass. Fyrir um það bil viku var ég farþegi með áætlun- arbifreið á leið til borgarinnar. Meðal farþeg- anna var ung stúlka komin á steyþirinn eftir því sem mér sýndist bezt. Vegurinn var illur yfirferðar holóttur og mikill hristingur í bíln- um. Allt í einu hljóðaði unga stúlkan uþp yfir sig; það skipti engum togum fæðing var haf- in. Þegar ég hafði rannsakað stúlkuna var mér Ijóst að skjótra aðgerða og róttækra úr- ræða var þörf ef bjarga átti móður og barni. Grind móðurinnar var óvenju þröng og ein- sýnt var að eðlileg fæðing gat ekki átt sér stað. Ég sá í hendi mér hvað mér bar að gera og það þyrmdi yfir mig við tilhugsunina en ég harkaði af mér og tók þá örlagaríku ákvörðun að framkvæma keisaraskurð á staðn- um. Við uppskurðinn notaði ég vasahnífinn minn sem ég sótthreinsaði með brennivíni eins samferðamanns okkar. Ég hafði ekkert meðferðis til þess að sauma saman skurðinn og varð því að halda honum opnum meðan við ókum til borgarinnar á ofsalegum hraða svo móðir og barn mættu sem fyrst komast undir æfðar læknishendur. Þessi saga er haugalýgi; ég er ekki læknanemi heldur út- skrifaður lögfræðingur með margra ára praxís að baki. Einu sinni fékk ég morðingja sem játað hafði á sig allar sakargiftir sýkn- aðan; þetta er líka haugalýgi. Einu sinni breytti ég vatni í vín. í upphafi var spegill. Elsku spegillinn minn; þannig varð ég til að einn góðan veðurdag birtist mynd min í speglinum og því næst gekk ég út úr speglinum. Já ég er maðurinn sem kom út úr speglinum. Nú hverfur mér þráhyggja fortíðarinnar hún labbar sig burtu í líki einhverrar Maríu; ekki hennar Maríu okkar nei það er fráleitt. + sem vér lifum nú í----------guð einn getur hér um dæmt. Ákærði, trúið þér á auð?“ Guð? Hvar er guð, ef ekki í hnígandi daggar- dropunum? Mér var hlátur í huga, þegar ég horfði á bátinn hverfa. Þeir munu aldrei komast að því, að mér tókst að smygla með mér vasa- bók og skriffærum. Þeir ætia að láta guð dæma mig. En dæmir guð rétt?

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.