Samvinnan - 01.06.1971, Qupperneq 56
Sigurður A. Magnusson:
JAPANSKA UNDRIÐ V:
DROTTINN ER MINN HIRÐIR
KATAKANA
£ -Ú in"
E-HO-BA
JEHÖVA
KANJI
& %
BOKU-SHA
kúahirdjr
WA
HIRAGANA
íl b *\
WA-GA
MINN
HIRAGANA
'S )
NA-RI
ER
Hending úr
Davíðssálmum,
þar sem þrjú kerji
japanska ritmáls-
ins eru notuð:
KANJI (kinverskt
táknletur) tjáir
hugmynd, en
KATAKANA er
hér notað jyrir er-
lent orð og
IIIRAGANA til
að tengja saman
setninguna.
VÖUJNDARHÚS TUNGUNNAR
Mér hefur þrásinnis komið i hug, að
fróðlegt mundi vera að fá trausta vitn-
eskju um sambandið milli tungu tiltek-
innar þjóðar og þeirra auðkenna sem
hvað skýrast eru talin greina hana frá
öðrum þjóðum. Þessi hugsun ásótti mig
oft meðan ég dvaldist í Japan, með því
að mér var ljóst, að tungan er mót hugs-
unarinnar og hefur þannig úrslitaáhrif
á allan hugsunarhátt og hegðun þeirra
sem alizt hafa upp við hana. Ég veit ekki
hvort nokkurntíma hefur verið reynt að
kanna vísindalega þetta tiltekna sam-
band milli tungu og þjóðareinkenna, og
ekki einusinni víst að það sé gerlegt, en
vissulega yrðu niðurstöður slíkrar könn-
unar, ef til væru, harla fróðlegar, ekki
sízt í eylöndum einsog Japan og íslandi,
þar sem einangrun hefur stuðlað að mál-
farslegri íhaldssemi og „hreinræktun“
ákveðinna auðkenna þjóða og einstakl-
inga. Japanir eiga það sammerkt með ís-
lendingum, að þeir eru að eðlisfari ákaf-
lega íhaldssamir og fastheldnir á fornar
hefðir, en þeir eru líka einsog íslendingar
nýjungagjarnir og forvitnir um nýja
tækni og tiltæki annarra þjóða. Má til
sanns vegar færa, að báðar þjóðir þjáist
af geðklofa á nokkuð háu stigi.
í Japan eru þrjú stór dagblöð, sem
hvert um sig koma út í 7—8 milljónum
eintaka. Þessi stórblöð búa við allan þann
nýtízkulega vélakost sem völ er á. A rit-
stjórnarskrifstofum þeirra er að finna
öll nauðsynleg fjarskiptatæki, bæði fyrir
texta og myndir; þau ráða yfir eigin
flugvélum og þyrlum, radíóbílum, mynd-
sendibílum, prentmyndagerðum — yfir-
leitt öllum hugsanlegum tæknibúnaði
nema ritvélum. Öll vinna við þessi blöð
gengur einsog á færibandi, nema sjálfur
textinn: hann er handskrifaður! í aug-
um okkar Vesturlandabúa er blaðamaður
án ritvélar einsog japanskur samúrai án
sverðs, en í Japan þykir ekki einasta eðli-
legt að blaðamenn handskrifi greinar
sínar og fréttapistla, heldur láta stór iðn-
fyrirtæki og voldugar stjórnarskrifstofur
sér nægja sama hátt. Þó ótrúlegt sé eru
innanlandsviðskipti eins helzta verzlun-
arveldis heimsins rekin með handskrif-
uðum plöggum — og ánþess tekin séu af-
rit af þeim!
Ástæðan er vitanlega sú, að japönsk
ritvél verður að hafa 2400 stafi og tákn
(þaraf 1800 kínverskar táknmyndir) til
að fullnægja brýnustu þörfum frétta-
miðlunar. Á leturborðum setjaravéla í
prentsmiðjum eru 600 lyklar með fjórum
táknum hver. Til bókagerðar og annarra
„æðri“ nota tungunnar þarf 3000 til 4000
tákn. Það er því ekki að furða, þó Japan-
ir séu einatt komnir á fullorðinsár þegar
þeir geta lesið dagblað eða tímarit sér að
gagni, endaþótt þeir hafi hlotið daglega
þjálfun í lestri frá barnæsku. Það er
ekki heldur neitt undur, að til þess vinnst
einfaldlega ekki tími að setja og prenta
dagblöð með sama blaðsíðufjölda og er í
stórblöðum annarra landa. Morgunblöð-
in eru að jafnaði 20 síður, en siðdegis-
blöðin einungis 12 síður, hvorttveggja að
vísu í helmingi stærra broti en tíðkast á
íslandi. Sömu útgáfufyrirtæki gefa að
jafnaði út bæði morgun- og síðdegisblöð,
og eru menn sjálfkrafa áskrifendur að
báðum, þegar þeir skrifa sig fyrir öðru.
Blöðin eru borin heim til áskrifenda af
tugum þúsunda sendla, sem oft eru há-
skólastúdentar.
Ritmálið
Sjálft tungumálið — eða réttara sagt
tungumálin — er þó enn flóknara en
fjöldi rittáknanna gefur til kynna. Ef
við víkjum fyrst að ritmálinu, þá saman-
stendur það af 3000 til 4000 kínverskum
táknum, sem hver sæmilega menntaður
Japani á að geta lesið og skrifað fyrir-
hafnarlítið. Hvert þessara tákna er stíl-
færð smámynd sem útheimtir allt uppí
25 penna- eða pensildrætti. Til að bæta
svo gráu ofaná svart hefur málið verið
gert miklu flóknara með tilraunum til að
gera það einfaldara. Kinverska táknletrið
barst til Japans á fyrstu öldum hins
kristna tímatals, en framtil þess tíma
hafði ekki verið til neitt ritmál í Japan.
Á áttundu öld hófst hreyfing í þá átt að
nota einfaldari táknmyndir í því skyni
að gefa til kynna hljóð eða samstöfur í
stað hugmynda. Þannig varð til nokkurs-
konar framburðarskrift með táknum sem
gáfu til kynna samstöfur, en ekki ein-
staka stafi. Úr þessu þróuðust tvö kerfi,
katakana og hiragana, sem hvort um sig
hafði 50 tákn. Þetta var samt fjarri þvi
að vera neitt í ætt við hin einföldu og
aðgengilegu bókstafakerfi grísku og
hebresku með sín 25 tákn, en var eigi að
síður skref í rétta átt og leiddi til fyrsta
blómaskeiðs japanskra bókmennta á ell-
eftu og tólftu öld. Þó kynlegt megi virð-
ast voru helztu frumkvöðlar þessara bók-
mennta hirðmeyjar við hina keisaralegu
hirð. Þær voru gáfaðar og leiðar á til-
breytingarleysi hirðlífsins og hófu að
semja langorðar og ýtarlegar dagbækur
með framburðarskriftinni. Hin mikla
klassíska skáldsaga Japana, Gendsjí-
sagnirnar, sem kannski mætti jafna til
Njálu okkar íslendinga, var samin á
þessu blómaskeiði af hirðmeynni Múra-
sakí.
Vafalaust hefði það orðið japönskum
bókmenntum mikil lyftistöng, ef fram-
burðarskriftin hefði verið látin óáreitt —
og kvenþjóðin hefði haldið áfram að
semja bókmenntirnar, því hún hafði
miklu færri félagslegum skyldum að
gegna og var ævinlega opnari fyrir lífinu
og umheiminum en karlþjóðin. Má vera
að sú hafi verið meginástæða þess, að
sensei, hinir lærðu og smámunasömu
fræðimenn sem jafnan hafa verið bölvun
japanskrar menningar, sættu sig ekki við
framburðarskriftina, þareð hún gerði rit-
málið alltof einfalt og auðvelt. Þeir héldu
fast við kínversku táknin — sem voru á
sinn hátt hliðstæð miðaldalatínu evr-
ópskra fræðimanna — en frúrnar héldu
áfram að tjá sig með kana. Þegar á dag-
inn kom, að innlenda hefðin mundi halda
velli og hvergi hopa fyrir hinni erlendu
tízku, héldu fræðimennirnir samt áfram
að skrifa með kínverskum táknum. Þann-
ig þróaðist i aldanna rás sá kínversk-
japanski sambreiskingur, sem nú er við
lýði og gerir japönsku eitt flóknasta og
erfiðasta ritmál á byggðu bóli.
Japanska ritmálið er semsé sambland
56