Samvinnan - 01.02.1972, Síða 8

Samvinnan - 01.02.1972, Síða 8
J᧠gjörið þið SYO YCl* ltcijiiið Yið.slúpitn Siminner (96) moo Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðsluþeirra, landsþekktar úrvalsvörur, - allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlæt- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminn er (96) 21400. SMJÖRLÍKIS GERÐ VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI anna um klrkjuna sem líkama Krists heldur órökrænt. Það þarf náttúrlega ekki í þessu sambandi að minna á ósam- ræmi guðspjallanna svonefndu, um uppruna Krists. Eða nátt- úrlega möguleika meyfæðingar i mannheimi. En kirkjunni hefur aldrei orðið neitt óglatt af því að brjóta lögmál náttúr- unnar. Ég held endilega, að ef Kristur eða einhver af hans tagi kæmi nú á þessum tímum fram á sjónarsviðið, að það yrðu prestarnir enn, sem drægju hann á krossinn; ef ekki hinn raunverulega kross, þá kross misviröingarinnar og þagnarinnar, því eins og skáld- ið sagði: „Minna reynir styrk hins sterka stuttur dauði og þyrnikrans heldur en margra ára ævi eydd í stríð við hjátrú lands.“ Orðið hjátrú er þó í þessu sambandi dálítið villandi og ónákvæmt. Því auövitað eru líkurnar eins miklar fyrir því að umbótamaðurinn = siða- bótarmaðurinn eða fræðarinn verði að berjast við eigintrúna = aðaltrúna, hina lögboðnu, eins og hjátrúna. Það er auðvitað ómögulegt að fara út í einstök atriði þess- arar hringborðsumræðu í stuttu bréfi, enda er það ekki nauð- synlegt. Um ferminguna eru prestarnir ekki einu sinni sam- mála, og biskupinn telur það eina af meginvillum siðaskipt- anna að leggja of mikið upp úr þekkingunni! Eftir því ætti barnsskírnin að vera nægjan- leg og hið eina rétta. Mér hefur alltaf skilizt, að staðfestingin sé það; að þá sé unglingurinn kominn það til vits og búið sé að troða nógu lengi í hann þessum fræðum, að hann eigi nú að geta staðið fyrir sínu af skynsemi! Allir ættu nú að geta séð, hversu fráleitlega vitlaust þetta er allt saman, og „sið- laust“. Biskupinn segir að upp- fræðslan sé afar nauðsynleg, en þó má ekki leggja of mikla á- herzlu á þekkinguna. Upp- fræðslan á þá að vera kennsla í trú. Er hægt að kenna trú? Þegar ég var krakki, lærði ég tvær vísur. Þær eru svona: „Hver hefur skapað þig, skepnan mín? Skýrðu mér það núna. Hver hefur fyrir þig hlotið pín, hver gefið þér trúna“? Og barnið var vel upp frætt og svaraði: „Guð faðir mig gjörði’ um sinn, Guðsson endurleysti. Guðs fyrir anda gafst mér inn góður trúar neisti." 4

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.