Samvinnan - 01.02.1972, Page 33

Samvinnan - 01.02.1972, Page 33
Yfirlit yfir fjölda afbrigðilegra nemenda á skyldunámsstigi og áætlun um sérkennaraþörf Tegund sérkennslu %c Fjöldi nemenda Fjöldi sérkennara Athugasemdir 1. Börn með skerta heyrn: 1. a) Aukahjálp í venjulegum bekkjum 3,2 112 1 Önnur hjálp talin 1. b) Heyrnardaufrabekkir 1,2 63 5 með í VI. 2. Heyrnleysingjaskóli 0,6 32 (4—16 ára) 8 II. Börn með skerta sjón: 1. e) Aukahjálp í almennum bekkjum 0,3 11 Taldir með í VII. 1. b) Sjóndapurrabekkir 0,2 7 1 2. Blindraskóli 0,15 5 1 III. Börn með skerta hreyfifærni: 1. Skóli og þjálfunarstöð fyrir heilasködduð börn, lömuð og fötluð 1 53 (4—16 ára) 6 5 sérkennarar heila- 2. Langlegusjúklingar á sjúkrahúsum og í skaddaðra og 1 tal- heimahúsum 0,6 30 (4—16 ára) 2 kennari. IV. Börn með skerta greind: 1. Fávitahæli og sérskólar á fávitastigi 4 140 10 2. Vanvitaskólar 10 394 27 3. Hjálparbekkir I almennum skólum 25 875 58 Stuðningskennsla I fámennum V. Börn með skerta félagslega aðlögunarhæfni skólahéruðum. og geðheilsu: 1. Taugahæli og geðsjúkrahús 1 35 4 2. Heimavistarskólar 3 105 11 3. Athugunarbekkir í almennum skólum 2 70 7 VI. Börn með skerta mál- og talfærni: Talkennslumiðstöð með heimavist 2 70 5 Einnig fyrir forskóla- Talkennsla í skólum (farkennsla) 28 980 15 börn og fullorðna. VII. Börn með væga námsörðugleika: 1. Þroskabekkir (7ára börn) 10 350 14 Stuðningskennsla 2. Lesbekkir og/eða stuðningskennsla 60 2100 36 í fámennum skólum. Samtals: 152 5,432 211 Ath. Reiknað var með 35 þús. nem. á skyldustigi. Sérkennaraþörfin: Heyrnardaufrakennarar 14 Blindra- og sjóndapurrakönnarar 2 Kennarar greindarskertra og hreyfih. 102 Kennarar barna m/hegðunarvandkvæði 22 Talkennarar 21 Kennarar lestrega 50 211 virkri en deildaskiptri sér- kennslumiðstöð, þar sem full- nýta mætti húsnæði, sérhæft starfslið og dýran tækjabúnað. Spjaldskrárdeiid sérkennslu- miðstöðvar annaðist skráningu allra barna á landinu með þroskaafbrigði af einhverju tagi, sem ætla mætti að leiddu til uppeldis- og námsvand- kvæða. Hér þyrfti þvi að koma á tilkynningarskyldu fæðingar- stofnana, héraðslækna og fleiri aðila. Læknastöðin hefði á að skipa mismunandi teymum sérfræð- inga, er önnuðust rannsóknir og sjúkdómsgreiningar og gæfu síðan foreldrum og heilbrigðis- og skólayfirvöldum ráð um nauðsynlegar aðgerðir. Ráðgjafarþjónustan skipuð sálfræðingum, félagsráðgjöfum og sérkennurum hefði á hendi foreldraráðgjöf og eftirlit með uppeldi og námi þroskahöml- uðu einstaklinganna, hvar sem það færi fram, og veitti þeim og aðstandendum þeirra ráð- gjöf og aðstoð eins lengi og nauðsyn bæri til, eftir að reglu- legu námi lyki. Heyrnarstöðin myndi ann- ast greinandi störf, úthlutun heyrnartækja o. s. frv. fyrir allt landið. Hún yrði göngu- deild fyrir Suð-Vesturlandið, en veitti öðrum landshlutum far- þjónustu. Xalkennslustöðin yrði eðlileg miðstöð skólatalkennslunnar, og þangað yrði öllum örðugustu tilfellunum vísað, enda myndu starfa þar sérfræðingar á hin- um ýmsu sviðum málmeina. Hún yrði göngudeild fyrir börn og fullorðna með heimavistar- aðstöðu, og í tengslum við hana væri skóli fyrir mjög mál- hömluð börn. Vanvitaskóli fyrir börn með skerta greind á aldrinum 6—17 ára yrði fjölmennasti skóli sér- kennslumiðstöðvarinnar. Ekki væri hyggilegt að hafa þar fleiri nemendur en 200 (þótt gera megi ráð fyrir að fjöldi þeirra, sem á slíkri sérkennslu þurfi að halda, sé a. m. k. 400 á öllu landinu), bæði vegna þess að allmörgum nemendum á vanvitastiginu væri unnt að að kenna í hjálparbekkjum al- mennu skólanna og eðlilegt er að reikna með tveimur vanvita- skólum annars staðar en í Rej'kjavík, t. d. á Akureyri og einhvers staðar á Suðvestur- landi. Heyrnleysingjaskólinn er eini sérskóli landsins, sem býr við góðar aðstæður að því er tekur til húsnæðis, búnaðar og kennslukrafta, og þess vegna er ekki óeðlilegt að í kringum hann verði sérkennslumiðstöð- in reist. Blindraskóli er svo lítil ein- ing, að erfitt er að hugsa sér sjálfstæða tilveru hans, nema í tengslum við hliðstæðar stofn- anir. í sérkennslumiðstöð nyti hann góðs af hvers konar sam- eiginlegri þjónustu og sér- greinakennslu. Á hinn bóginn gætu blindrakennararnir látið í té dýrmæta aðstoð við fjölfatl- aða nemendur á hinum stofn- ununum. Auk þess þyrftu blindrakennararnir að vera til ráðuneytis almennum skólum á landinu við að útbúa heppi- lega kennsluaðstöðu fyrir sjón- döpur börn, sem þar væru við nám. Skóli fyrir hreyfihamlaða þarf að vera staðsettur þar sem unnt er að koma við teymis- vinnu hinna ýmsu sérfræðinga, sem við lækningu, sjúkraþjálf- un og uppeldi nemendanna starfa. Göngudeild fyrir börn undir skólaaldri — og jafnvel full- orðna — gæti vel verið hluti þeirrar læknis- og sjúkraþjálf- unarþjónustu, sem sérkennslu- miðstöðin léti i té, ef það þætti henta. Skólaheimili fjölfatlaðra er e. t. v. brýnasta úrlausnarefnið í dag. í sérkennslumiðstöð væri þjónusta við fjölfatlaða nemendur, sem þurfa á ýmiss konar sérhæfðri kennslu og meðferð að halda, auðveld. Þá gæti vistun fjölfatlaðs nem- anda á einhverri hinna stærri stofnana, t. d. vanvita- eða hreyfihamlaðraskóla, verið hagkvæmari en vistun á sér- stakri stofnun fyrir fjölfatlaða. Með því að byggja upp sér- kennslumiðstöð er því minni þörf á skólaheimili fyrir fjöl- fatlaða en ella mundi. Framhaldsskóli starfsnáms er fyrst og fremst hugsaöur sem deildaskiptur verknámsskóli, sem þjónaði öllu landinu. Hann yrði eins konar yfirbygging á

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.