Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Blaðsíða 10
4
fjelögum er ekki öllu lengra á veg komið. Menn halda
allopt í þjónustu fjelaganna starfsmönnum, sem eytt hafa
fjelagsfje í sukki og sællífi. Ef fjelagarnir hefðu nauð-
synlega fjelagsmenningu, gæti slíkt starfsmannaval alls
ekki átt sjer stað. Sama er sagan í landsmálabaráttunni
í þingstjórnarlöndunum. Duglegustu og ósvífnustu menn-
irnir í flokkunum ráða opt stefnunni; halda úti blöðum,
fyrir flokksfje, sem kenna lýðnum það, sem foringjunum
þykir við eiga. Rúmið leyfir ekki að nefna fleiri dæmi,
enda er þess eigi þörf.
Við að athuga málið mun flestum verða ljóst, að á ó-
tal mörgum sviðum höfum við nauðungarsamvinnu, þar
sem sízt mætti við búast. Hún mýkist raunar í flestum
Iöndum, eptir því sem mannúð og mildi aukast. En flest-
ir höfuðgallarnir loða þó við. Hún bælir og beygir og
heldur í úlfakreppu, hinum minni máttar, þar sem frjálsa
samvinnan eykur og eflir sannan manndóm og þroska.
Ekki geta allir sem vilja orðið aðnjót-
Undirstaða. andi gæða frjáfsrar samvinnu. í musteri
hennar fá engir inngöngu nema siðgóðir,
drenglyndir og vel menntaðir menn. Hún er svo vanda-
söm, að þeim mönnum einum, sem hafa þessa eiginleg-
leika, getur farið hún vel úr hendi. En hvar sem grunn-
hyggnir, skammsýnir eða spilltir menn reyna að starfa
saman, verður allt þeirra fjelag að nauðungarsamvinnu;
fjöldinn verður þeim mönnum að fjeþúfu, sem bezt eru
færir til að blekkja og kúga.
Fram á 18. öld mátti heita að
Samræmi i þjóðlífi samræmi væri í fjelagsstjórn allri
og uppeldi. og uppeldinu. Menn könnuðust
við að þeir lifðu í nauðungarsam-
vinnu. Engin tilraun var gerð til að leyna einveldi kon-
unganna, drottinvaldi smáharðstjóra í sveitum ogáheim-
ilum, eða að kaupmenn og klerkar hefðu nokkurskonar
eptirlitsrjett með bæði jarðneskum og himneskum gæð-
um. Rað var vandalaust að lifa. Yfirmenn skipuðu, und-