Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Síða 11
5
irmenn hlýddu í blindni. Öll fjelags og borgaraleg mennt-
un var óþörf, hefði jafnvel getað verið hættuleg, með
því að efla óþarft sjálfræði i þeim, sem urðu að vera
undirgefnir. Yfirmenn í þjónustu ríkisins fengu vel flestir
einhverja sjermenntun, en aðrir, sem áttu völdin auði
eða dugnaði að þakka, treystu á: »að þeim sem guð
gefur embætti, gefi hann líka vit til að rækja það«. Frá
sjónarmiði hins gamla þjóðfjelags var ekkert út á að
setja, þótt alþýðan væri hvorki læs nje skrifandi. Hún
hafði þess enga þörf, »skrifaði sjer til skammar,« sögðu
menn. Sá, sem hlýddi hinni »æðri stjett«, vann, sparaði,
lifði á heimafengnum mat,-eins og hægt var, gekk í heima-
unnum fötum, bjó í eins lágum og ódýrum kofum og
framast mátti, en geymdi fáeina dali í sjóvetlingsþumli
niður á kistubotni, þ'að var sá sanni borgari fyr á tím-
um. Jarðbundinn í átthögunum, með sveitina sína fyrir
veröld, með kaupmann, klerk og sýslumann fyrir leið-
toga fetaði hann troðna braut milli vöggu og grafar.
Þetta samræmi hvarf fyrir liðugum hundrað
Tvaer bylt- árum. Pá gerðist það sögulegt, að ýmsir
ingar. hugvitsmenn í Evrópu gátu búið til vjel,
sem gerði gufu að vinnuafli. Þessa vjel þekkja
allirnú: gufuvjelina. Hún vinnur óteljandi verk, sem menn
unnu áðurálöngum tíma með handafli, sumt sem mönn-
um hefði annars verið ofvaxið. Hún lyptir heljarbjarg-
inu; í námum: kolum, málmi og vatni. Hún hreyfir hamr-
ana, sem smíða stórvirki nútímans. Hún spinnur og vef-
ur klæðin á næstum allt mannkyn og gerir mýmargt
annað, sem eigi verður hjer talið. En þó að gufuvjelin
og þær verkvjelar aðrar, sem fylgt hafa í spor hennar,
vinni mikið, þá þurfa þær þó mannlega stjórn. Þess vegna
myndaðist með þeim ný stjett: vjelavinnumenn, öreiga
verkamenn. Miklar borgir risu upp á stuttum tíma, kring-
um verksmiðjurnar: hof gufuguðsins. Framleiðslan óx
feiknamikið, þar sem bæði unnu menn eins og áður var
og einnig hin máttuga gufa, sem afkastaði meiru en