Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 13

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 13
7 sigri eptir alla 19. öldina út og meira til. í stað einveid- is og kúgunar skyldi koma þjóðfrelsi og jafnrjetti. Lög- gjafarvaldið og landsstjórnin var tekin af konungununi og fengin þjóðunum, en hinir fyrri drottnar gerðir að máttlausum brúðum. Meiri hluti þjóðar hafði meiri hluta í þingi, og sá þingflokkur stjórn landsins eða ríkisins. Nú var skipt um : konungurinn orð- Mikill ábyrgð- inn þegn, en þegninn konungur. En armunur. vandi fylgir vegsemd hverri. Alþýðan, sem kom hrædd og umkomulítil út úr þrældómshúsinu, átti nú allt í einu að vera fær um að ráða frani úr flóknustu málum. Eg nefni aðeins dæmi úr sögu síðustu 10 áranna hjer á landi: íslenzkir kjósend- ur hafa skorið á einn eða annan hátt úr: símamálinu (sími eða loptskeyti), uppkastinu, bannlögunum, járnbraut- armálinu, hafnarmáli Reykvíkinga, frœðslumálunum (með þungamiðjuna í bóklegum kaupstaðarskólafræðum og dönsku fyrir hliðmál) og bankamálunum (með því að leggja mest fje, sem lánað fjekkst, í sjávarútveg, en ekki í ræktun landsins. Petta eru fáein helztu málin, sem hver atkvæðisbær maður hefur orðið að leggja dóm á. Og þó eru líklega ekki nema sárfáir menn í landinu, sem hafa haft svo glögga og rökstudda stefnu í helmingi þessara mála, að hún standist, úrskurð reynslunnar. Um eitt þetta mál: uppkastið, má benda á, að sjerfræðingarnir sjálfir, lagamennirnir, skiptust að kalla mátti í jafna hópa, með og móti. Annar hópurinn taldi tilboðið hreinasta hnoss, en hinum þótti landráðum næst, að bera það á borð fyrir þjóðina. Og úr því svo var með hið »græna trjeð«, lagamennina, með margra ára sjernám að baki, hversu mundi þá fara með borgarana, sem fæstir höfðu nokk- urn almennan undirbúning á þessu sviði? Að minnsta kosti sýna þessi dæmi, hve ólíkt þyngri ábyrgð hvílir nú á hverjum fullorðnum manni í landinu en áður var á einveldisdögunum. í stað þess að geta lifað með það, að hafa útsýn yfir landareignina, vinna og hlýða yfir-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.