Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 19

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 19
13 atriði verzlunarsamvinnu. Talsverð von er um að þessi hugmynd verði bráðlega framkvæmd. Hún er svo sjálf- sögð, eigi síður af því, að þetta kostar ,svo lítið. Lands- menn þyrftu ekki að kosta meiru til slíks námsskeiðs, en þeir nú gjalda blindandi í vasa eins smákaupmanns. Okkur vantar meinlega starfsmenn handa kaupfjelögun- um, eins og sjá má af því, að víða verða bændur að nota gamla kaupmenn til að stýra verzlunarfjelögunum. Stundum eru kaupmenn jafnvel látnir hafa búð fyrir eig- in reikning, samhliða kaupfjelagsforstöðu. þarf sízt að undra, þó slík samvinna endi stundum svipað og þegar refurinn tók að sjer að gæta gæsanna. En þó að þessi skóli kæmist á, yrði hann nær því ein- göngu fyrir verzlunarmenn kaupfjelaganna og aðalstarfs- menn annara samvinnufjelaga, og því þarf enn meira með til þess að efla samvinnumentun í landinu. Enginn, sem hefur sómasamlega vit á þjóð- Borgara- fjelagsskipum okkar í almennum kosningar- skólar. rjetti, þingstjórn og þingræði, getur neitað, að hver kjósandi hefur ábyrgð á landsstjórn- inni, og líkur hafa verið leiddar að því, hve undirbún- ingnum væri áfátt. Barnaskólarnir eru, samkvæmt eðli'sínu alls ónógir; blöðin hlutdræg og villandi, alþýðuskólarnir afskiptalausir. En veruleg bót fæst ekki, nema með skól- um; þeir eru einu sinni vegurinn að allri almennri sjer- mentun, andlegri og verklegri. Hjer þarf að bæta nýjum lið inn í menntakerfi okkar: alþýðuskólum, sem taka við unga fólkinu meðan það er á vegamótum, gefa því lífs- stefnu, auka því kjark og þor, og búa það undir lífsbar- áttuna, eins og nú verður að heyja hana. Pessar stofnan- ir ættu að kenna sumt, sem gagnfræða, kvenna og bún- aðarskólar hafa nú, en þar að auki fjelagsfræði í ýmsum myndum og stefndi allt starfið að því að gera nemendur bæði nýta menn og nýta borgara. Stofnanir þessar mætti

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.