Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 22

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 22
16 Bókleg fræði í borgaraskólunum verð- Námsgreinar. ur að miða við það, hvað íslenzkur al- þýðumaður þarf að nota nú á dögum og hvaða greinar veita hollasta æfingu. þar til má telja: ís- lenzku, ensku, einfaldan reikning og bókfœrslu, náttúrufrœði dauða og lifandi, sálarfrœði, fjelagsfrceði, auðfrœði. Þar að auki íþróttir og margbreytta vinnu. þessi námsgreinaröð er dálítið öðruvísi, en tíðkast hefir í skólum hjer, og í því liggur breytingin. Fyrst eru tvö mál: íslenzka og enska. Móðurmálið er auðvitað sjálfsagt. Það JVlóðurmálið. þurfa allir að nema, sem nokkur mann- ræna er í, meir en nú gerist, einkum að finna til aðdáunar fyrir því, sem fagurt er á málinu ritað, að vera snortinn af því, eða heitur fyrir því. Og hve margir af yngra fólki okkar meta rjettilega Passíusálm- ana, t. d.? Hve margir eru ekki enn á því stígi að sæk- jast mest eptir Ijelegum »iómönum«? Pessu verður ekki breytt með öðru betur, en að unga fólkið eigi greiðan aðgang að bókmenntadýrgripum okkar, og njóti þar handleiðslu færari manna. Pá þarf að kenna að skrifa ritgerðir með þvi að safna efni, eptir mörgum heimildum. En meira verður vikið að því síðar. Málið okkar er lítið, og engin leið er að fylg- Enska. jast með í stefnum og straumum nútímans, nema með því, að læra eitt eða fleiri útlend mál, sem hliðmál. Slíkt mál ber að nota eins og verkfæri, til að fá eða viðhalda fróðleik sínum. Hingað til höfum við haft dönsku fyrir hliðmál. En það er óhyggilegt, fyrst og fremst af því að danska er smámál: hvergi skilin ut- an Norðurlanda, og einnig af því að íslenzkan á Dönum og dönskum litlar þakkir að gjalda. Enska er hjer um bil sjálfkjörið hliðmál: hið einfaldasta og útbreiddasta af öllum lifandi málum. Takmark enskukennslunnar í borgara- skólunum væri, að nemendur gætu fyrirstöðulítið notað ensk-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.