Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 32

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 32
26 samkeppni. Þaðan af síður mundu þær standast sam- keppni við aðra eins ofjarla og kaupfjelögin geta verið, þegar þau hafa komið á hjá sjer náinni samvinnu, safn- að fje og tekið að sjer heildsöluna. Pá mætti margur halda á spöðunum, sem ekki vildi rýma hólmann. Jeg vildi þó ekki æskja þess, að öll verzlun einstakra manna ætti fyrir höndum að hverfa með öllu. Hagsýnir og duglegir kaupmenn, sem hvorki skortir þekkingu nje fje, mundu geta spjarað sig í lengstu lög, í heiðarlegri samkeppni. Samkeppni er samvinnufjelagsskapnum hreint bráðnauðsynleg, ef hann á ekki að sofna og verða verri en enginn.* Samkeppnin knýr samvinnufjelagsskapinn til þess, að verða ekki á eptir tímanum í &Tekník«, knýr menn til þess að leggja fram sitt ýtrasta til að gera fyrirkomu- lag og rekstur sem ódýrast og hagfelldast. Drengilegir keppinautar eru opt þörfustu velgerðamenn. * * * Svo var enn Iagt af stað. Drangarnir hurfu í kólguna. Farþegar leituðu skjóls undir þiljum. Á skipinu var margt Englendinga, sumt skipbrotsmenn. Hinn 26. Ágúst var óvenju glatt yfir Englendingum. Við vorum komnir í nánd við Skotland. Á bakborða voru Orkneyjar, en fyrir stafni skozka ströndin. Hjer eru flest örnefni íslenzk, en afbökuð eptir enskri málvenju. Pað færist líka móður í Landann á þessum menningarstöðv- * Hjer getur Tímaritið ekki verið sammála. f*ó eigi væri við kaup- menn að etja yrði sá frumlegi grundvöllur samkeppninnar eptir: að fá sem mest með sem minnstum tilkostnaði. Þó keppir fjelag við fjelag í hagsýni, með hag einstaklings og almennirtgs fyrir augum, án áhrifa ríkisvaldsins á viðskipti þjóða á milli. Á ann- ari samkeppni er ekki sjáanleg þörf. Nútíðarsamkeppnin er að eyðileggja fjöldann. Henni þarf því að afneita alveg, en finna nýjar aðferðir, og þar gefa samvinnufjelögin margar góðar bendingar í rjettláta og holla stefnu. En þá mega fjelögin eigi vera að hálfu maður og að hálfu steinn, eins og konungurinn yfir svörtu eyjunum í ævintýrinu. ™ ,

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.