Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 35

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 35
29 dilkarnir okkar fá. Mest af kjötinu frá Islandi er selt í Danmörku, en Danir flytja árlega út mikið af kjöti til Þýzkalands og Noregs (Kristíaniu). Pað spillir verðinu á íslenzka kjötinu, að það er flutt út saltað en ekki kælt, og að það þollir illa geymslu í saltinu. Danir fá 80 — 90 aura fyrir kjötpundið á Þýzkalandi og standa sig því við að kaupa íslenzkt kjöt í skarðið. F*egar farið verður að senda kjötið út kælt, er ekki ástæða til að efa, að við fá- um líkt verð og Danir, ef kjötið er ejns góð vara. Falli útlendingum kjötið ekki í geð, er vandinn ekki annar en að nota útlenda hrúta til sláturfjárins, eins og Hallgrím- ur Þorbergsson hefur lagt til. Líka aðferð nota Danir við svínaræktina og gefst vel. Það væri líka æskilegt, að Iands- stjórnin beitti sjer fyrir því, að tollur væri afnuminn á •'slenzku kjöti, þar sem beztur markaður væri fyrir það, móti einhverri ívilnun frá íslands hálfu. F*að yrði mikil lyptistöng fyrir landbúnaðinn. Útlitið með kjötsölu er gott. Kjötútflutningur frá Norð- ur-Ameríku og Argentínu, sem mest hefur ráðið kjöt- verðinu í Evrópu, fer minnkandi. F*að er jafnvel talað um að Danir ættu að fara að senda smjör og flesk til Ameríku. Meðan jeg dvaldi í Leith varði jeg tímanum til þess að sjá hús og rekstur kaupfjelagsins þar. Kaupfjelagið er í mörgum deildum. F’egar jeg kom, var fjelagið að Ijúka við að smíða feiknastórt fimmlypt hús. Lyptivjel var í miðju húsinu. Á hverju gólfi átti að vera ein deild og í stofunni var lítill veitingasalur í forneskjustýl. í nýja húsinu var allt glæsilegt og ríkmannlegra en hjá kaupmönnum. Fje- lagið er stórauðugt. Árlega veitir það mikla fjárhæð til fræðslumála, einkum til kennslu í samvinnufjelagsskap og hagfræði. Útsöluverðið virtist mjer ekki hátt. Kjöt og fisk- ur er þó í háu verði. Jeg var hissa á því að sjá blautan þorsk seldan á um 50 aura danskt pund,* en þetta var * Þetta er stórsöluverðið, en frá því þarf að draga toll, flutnings- kostnað og umboðslaun. /, D,

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.