Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 37

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 37
31 Það sætir því enn meiri furðu, hve fáir sinna þessu mál- efni, og hve margir þessara fáu Ijá því ekki óskerta tryggð og krapta. Samvinna er ekki að eins öruggasta ráðið til þess að gera þjóðina og hvern einstakan mann efnalega sjálfstæðan, heldur líka sú Ieið, sem liggur opnust fyrir og er fæti næst, til framkvæmdanna. Ensku kaupfjelögin eru afarauðug. Hvers vegna? Jeg þekki ekki ástæðurnar, 6n þær eru líklega fleiri en sú ein, að fjelag blásnauðra manna fær ékki tiltrú, nema það hafi samfjelag. í Danmörku eru meðlimir samvinnufjelaganna efnaðir bændur, að talsverðu leyti, og þeir geta bjargast með samábyrgðarlán. Fyrir okkur er nokkuð líkt á kom- ið og hjá ensku fjelögunum. Framleiðslunni í landinu er þannig háttað, að hún er háð náttúrunni og bundin við árstíðir. íslendingar hafa ekki afurðir til sölu daglega og vikulega, allan ársins hring, eins og Danir. í Danmörku er því hægt að verzla optar með sömu upphæðina en á íslandi, og kaupfjelögin okkar þurfa því tiltölulega mjög mikið rekstursfje. Það má gera ráð fyrir að kaupfjelögin láni meðlimum sínum vörum, kauptíða á milli, og það er vel ráðið, ef kaupfjelagið þarf ekki að taka vörurnar til láns. Ef kaupfjelagið á ekki að vera skuldaþvæla, þarf það að eiga rekstursfjeð sjálft. Svo mikið fje er ekki hægt að leggja fram í byrjun, en öll kaupfjelög ættu að leggja svo mikið að sjer sem jsau geta til að safna rekstursfje og sjóðum, sem nota má til reksturs fjelags- ins. Allir kaupfjelagsmenn og kaupfjelagavinir ættu að styðja að því af öllum kröptum. Skyldi ekki öllum samvinnufjelögum vera hægt að leggja meira af ágóðanum í sjóð og úthluta lægri »prósentu«? Pað mundi sjálfsagt kippa nokkuð úr vexti fjelaganna í bráð, en ekki í fram- tíð, svo framarlega sem það á annað borð er kleift. Pað fje, sem þannig er lagt inn í fjelagið, er eign meðlima eptir sem áður, vafasamt er hvort þeim hlutanum, sem útbytt yrði, væri betur varið en hinum, sem lagður er inn í fjelagið.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.