Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 62

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 62
Fyrirlestraferðalag 1914. Á nú gildandi fjárlögum er heitið styrk til þess — eins og á síðustu fjárlögum—að haldnir verði fyrirlestrar um samvinnumál á ýmsum stöðum á landinu, gegn jafnmiklu framlagi annarstaðar frá. Er Sambandi íslenzkra samvinnu- fjelaga veittur styrkurinn og því falið að koma málinu til framkvæmda: að útvega fyrirlesarann og tiltaka fyrir- lestrasvæðið í hvert skipti, með samþykki stjórnarráðsins. Á þessu ári bárust böndin að mjer, eins og áður, með starf þetta. Oskir komu fram um það frá Austurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi að fyrirlestrar yrðu haldnir á þeim svæðum í ár. En ýmsra ástæðna vegna var ráðið svo fram úr, að ferðast um Suðurlandsundirlendið í þetta skipti. Eg lagði því af stað í slíkum erindum í fyrri hluta Marzmánaðar og kom heim aptur seint í Maímánuði. Efni fyrirlestranna var á líka lund og áður, en þó með nokkurri tilbreytni í útfærslu, eptir því sem breyttir tímar og starfsemi samvinnufjelaganna gefur tilefni tik Aðallega lagði eg til grundvallar: fjelagsskipun, alþýðusamtök og samvinnufjelagsskap, með heimfærslu til erlendrar og inn- lendrar reynslu í þessum efnum. Jafnframt leitaðist eg við að sýna fram á, í hvaða greinum fjelagsskap okkar væri einkum ábótavant, og hvernig þyrfti að breyta til> eptir því sem efnahag og aðstöðu er almennt háttað nú á dögum í hinum ýmsu hjeruðum landsins. Optlega var talað um ýms atriði er snertu fyrirkomu- Iag og framkvæmdir hinna einstöku fjelaga, eigi að eins á fundastöðunum, heldur og þess á milli, bæði við einstaka

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.