Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 65

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 65
59 til Eyjafjalla, með auknálmum og góóum vagnvegum til brautarstöðva við aðallínuna. Pessi áætlun sýnist að vísu nokkuð djarfleg, en ekki vil eg gera neina tilraun til að hrinda henni. Landflæmið er ákaflega mikið og byggðin víða strjál, nema í Fljóts- hlíð, undir Eyjafjöllum og í stöku hverfum niður við sjávarsíðuna. Hjer er því um feykilega mikið landflæmi að ræða, sem er fremur lítið notað, en sem þá er vel fallið til grasræktar og ýmislegrar garðyrkju. Re^ta sýná manni þeir blettirnir í hverri sveit, sem til slíkra nota hafa verið teknir. Menn segja því að stór svæði, sem nú eru að litlu leyti notuð til slægna, möts við allt flatar- málið, megi gera að góðum slægjulöndum með vatnsá- veitu og uppþurkun. Svo er um Flóann, Skeiðina og mik- ið fleiri svæði. Túnin bregðast varla og garðarnir frem- ur sjaldan. Ýmiskonar ræktun lands og ræktunaraðferðir gefa góða raun, sem niiklu síður þrífast norðanlands og vestan. Jarðepli rækta bændur eigi nema til heimilisþarfa. F*að er ekki talið tilvinnandi að flytja þau til Reykjavík- ur, miðað við verðið þar á útlendum jarðeplum, því flutningur þungavöru til Reykjavíkur kostar 4 aura fyrir kgr., þegar bezt lætur. Að vísu hefur Hekla gamla og nágrannagígar hennar látið eldflóð og eimyrju geysa yfir margan blett, sem fagur var og byggilegur á landnámstíð, en ekki hefur mikið verið um þesskonar á síðari tímum. Vatnsföllin, austan til, svo sem Markárfljót og Rverá, hafa mikið eyðilagt á sljettlendinu og eru háskagripir enn í dag, en sumstaðar grær upp aptur, og það fljótlega, og á sum- um stöðum má nokkuð við slíkum ágangi sporna. Land- nyrðingurinn kemur með roksandinn ofan af öræfum, rífur upp grassvörðinn niðri í byggðinni, og dreifirgöml- um eldfjallasandi og vikri yfir tún og haglendi, einkan- lega á Rangárvöllum og í Landsveit, en sumstaðar eru þar stórir flákar að gróa upp aptur, og mannvitið og mannshöndin gerir nokkuð til varnar og bóta á síðari

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.