Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 75
69
hafi tiltölulega fljótt þroskað yfirlitshæfileika og stórhug
leiðandi manna »austan fjalls«. Um sömu mundir og
Sláturfjelag Suðurlands reis af stofni var t. d. gerð al-
varleg tilraun til þess að sameina sunnlenzku kaupfje-
lögin, en tilraunin strandaði þá á fylgisskorti almennings
við hugmyndina.
Eptir mjög rækilegan undirbúning (sbr. Tímaritið II.
ár, bls. 63 — 69), tók Sláturfjelagið til framkvæmdarstarfa
í Okt. 1907, og var þá um haustið slátrað um 10 þús.
sauðfjár í hinu nýreista sláturhúsi fjelagsins í Reykjavík.
Sláturfjelagið er eiginlega sambandsfjelag, eptir þeirri
myndun, sem það hefur nú. Pað nær yfir þessi sýslu-
fjelög: Vestur-Skaptafells, Rangárvalla, Árness, Gullbringu
og Kjósar, Borgarfjarðar og Mýra. Hver hreppur er frum-
deild, er velur sjer deildarstjóra eða forstöðumann. Deilda-
stjórar hreppanna skipa aptur fulltrúaráð í sýslu hverri,
en það velur aptur einn mann í, aðalstjórn fjelagsins,
nema Árnes- og Rangárvallasýslur, er velja 2 menn hvor
þeirra. Verða þannig 8 menn í aðalstjórn, en níundi
maðurinn er forstjóri sláturhússins í Reykjavík, sem stjórn-
arnefndin hefur til þess starfa valið. í framkvæmdarnefnd
eru 3 menn: forstjóri sláturhússins og 2 aðrir, er fje-
lagsstjórn velur. Úrsögn úr fjelaginu fer aðeins fram á
5 ára fresti, fyrir hvern fjelagsmann, með 6 mánaða fyr-
irvara. Hver fjelagsmaður er skyldur að skipta viðffje-
lagið með allt sauðfje og nautgripi, er hann selur til
slátrunar. Út af því hefur viljað bregða, að þessu ákvæði
sje dyggilega fylgt, en ekki er það í stórum stýl, enda
ákveða fjelagslögin sektir í slíkum tilfellum og gerðar-
dóm í ágreiningsatriðum.
Ársskýrslur fjelagsins, fyrir árin 1912 og 1913, eru
birtar hjer að framan, einnig efnahagsskýrsla þess, við
síðustu áramót. Af þessu má sjá viðskiptaveltu fjelags-
ins, aðra starfsemi þess og ástæður. Skýrsiurnar sýna
einnig, að fjelagið hefur færst ákaflega mikið í fang á
þessum sjö starfsárum sínum. Rað hefur ekki látið sjer