Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 76

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 76
70 of mjög í augum vaxa þann tilkostnað, sem kröfur tím- ans heimtuðu að gerður væri og óhjákvæmilegur var, til þess að nálgast megintilganginn í samtökunum, sem í þessu tilfelli var sá — eptir lögum fjelagsins —: »að gera sölu sláturfjenaðar hagkvæma og eðlilega«. Til þessa útheimtist svo margt og þá meðal annars: að fjelagið hafi svo öruggt fylgi almennings að það nái meginyfir- ráðum sláturfjenaðar á fjelagssvæðinu; að það geti lagað vörurnar eptir óskum kaupenda og við þeirra hæfi, svo sem unnt er, og að fjelagið geti ætíð haft á boðstólum góðar kjötvörur handa Reykjavíkurbæ, fyrst það hefur tekið að sjer, að koma þar í stað einstakra fjáreigenda og kjötkaupmanna, sem áður voru, Af þessu leiðir eðlilega það, að fjelagið verðuraðhafa nokkra fasta starfsmenn, leggja fram mikið fje fyrir marg- breytileg áhöld og nýtízku byggingu, borga talsverða grunnleigu, ýmisleg almenn gjöld o. s. frv. Regar allt þetta kemur saman, verður það, auðvitað, mikil fjárhæð á hverju ári, svo mörgum þeim finnst mikið um, sem ó- vanir eru að fara með háar tölur eða gera sjer grein fyr- ir hvað felst í samandregnu yfirliti. Sjónvillur háskalegar væru það, að ætla, að kostnað- urinn yrði samtals minni við það, að skipta sláturfjárverzl- uninni milli margra kaupmanna, eptir gamla laginu, enda þó verkun öll yrði lakar af hendi leyst, sem ætla mætti. Það væri öfugt við alla reynslu og alla verzlunarstefnu hagfróðra manna, nú á dögum. Nei, kostnaðurinn yrði meiri, eflaust margfalt meiri á flestum gjaldaliðum. Pá þyrfti stórum’ fleiri starfsmenn, meiri húsakynni og áhöld o. s. frv. Þann viðauka yrðu svo fjáreigendur auðvitað að borga. Samt sem áður brennur það víða við í svona tilfellum, að menn vilja heldur tapa 4 kr. eða borga þær reikningslaust, en láta af hendi eina krónu, sem Ijósa skyldukvöð og eptir skýrum reikningi. Sláturfjelagið hefur útibú í Borgarnesi og í Vík í Mýr- dal. Fasteignir þess í Reykjavík og Borgarnesi eru metn-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.