Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 77

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 77
7Í ar á 167 þús. kr. Par með er þá talið hið nýja kœtihús í Reykjavík með tilheyrandi vjelum og öllum útbúnaði og sýnir ársskýrslan þann tilkostnað. f*að var full þörf á þessum viðauka og þessari kjötgeymsluaðferð, bæði til þess að hafa þar kjöt, þegar mest var um að vera í slát- urtíðinni sjálfri, en þó einkum til þess að fjelagið gæti tryggt Reykjavíkurbæ og fiskiskipunum gott kjöt á öllum tímum árs. Kælihúsið kom fyrst til nota á síðast liðnu hausti, og mátti segja, að það væri á heppilegum tíma, því án kælihússins hefði fjelagið eigi getað tekið á móti nándar nærri eins miklu sláturfje og raun varð á, en það hefði orðið fjelagsmönnum til stórskaða, að vera gerðir apturreka með sláturfjenað til verulegra muna, af því heyfengur, sunnanlands, var óvenjulega lítill og einkum skeinmdur, eptir sumarið sem leið. Rað er ánægja að skoða allan þennan nýja útbúnað í kælihúsinu og þær miklu vörubirgðir, sem þar má geyma óskemmdar, og enzt geta sláturtíðanna á milli. Viðskiptavelta fjelagsins hefur allt af farið vaxandi, sem mest stafar af auknu fylgi almennings við fjelagið. Að vísu er það enn svo, að ýmsir menn vilja ekki fjelaginu fylgja og ber margt til þess, sem óþarfi er hjer upp að telja. En á ferðalagi mínu varð eg þess greinilega vísari, að vinsældir sláturfjelagsins höfðu stórum aukizt, meðal bænda síðast liðið haust. Pá þreifuðu menn svo glögg- lega á því, hvílík hjálparhella fjelagið reyndist, þegar stórum meira þurfti að lóga af fje, en venja var til. Fje- lagið tók á móti miklu meiru, en menn þorðu að von- ast eptir, útvegaði gott verð fyrir allt saman og stóð í skilum með allar greiðslur. Kaupmenn hefðu orðið að gera mikið fje apturreka og þó hefði verðið fallið stór- kostlega. Það er eflaust of lágt sett að telja svo, að hvert kíló- gr. af kjöti og gærum, sem fjelagsmenn Ijetu í sláturfje- lagið, síðast liðið haust, hafi orðið 10 aurum verðhærra, en ella mundi verið hafa, ef siáturfjelagið hefði ekki ver-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.