Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 78

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 78
72 ið. Eptir innleggsskýrslum fjelagsins verður þessi mis- munur rúmlega 105 þús. kr. hagnaður fyrir fjelagsmenn á öllu fjelagssvæðinu. Mönnum dregur um það, sem minna er. Eins og við mátti búast, hefur, í byrjuninni, ekki verið laust við ríg milli Reykvíkinga og sláturfjelagsins. Reyk- víkingar vilja hafa kjötverðið sem lægst, en sláturfjelagið sem hæst. En engin ástæða er til að óttast mikinn »spenning« út af þessu, til lengdar, ef sláturfjelagið mið- ar útsöluverð kjötsins í bænum við innlenda markaðs- verðið (þegar kjötið er þangað komið), eptir því sem næst verður komizt, að öllum kostnaði frá dregnum við báðar söluaðferðirnar. Og þetta leitast fjelagið við að gera. Retta er rjettlát stefna og okurlaus. Það er ekki sann- gjarnt, og gæti heldur eigi lánast til lengdar, að selja kjötið eptir hærri mælikvarða innanlands, en hjer er nefnd- ur. Reykvíkingar munu sætta sig við kjötverðið, þó hátt sje, ef það er sanngjarnt, eptir atvikum; þeir ætlast til sanngirni, en ekki gjafa nje okurs, hjá viðskiptamönnum sínum í sveitunum, enda hefur sanngirnin reynst hald- bezti viðskiptagrundvöllurinn á öllum tímum. Sjeáþessu byggþ má ætla að Reykvíkingum þyki enda fljótlega vænt um þetta nýja kjötforðabúr í bænum. Pá þurfa þeir síð- ur að óttast kjöthallæri. Verðlagið verður jafnara og vctr- an betri en ella mundi, ef alt væri skipulagslaust og því undir tilviljun komið, eða geðþótta og hviklyndi gróða- brailsmanna. Regar þá litið er á árangufinn af þessari stærstu fje- lagsstofnum bænda hjer á landi, verður ekki annað sagt, en að hann sje mjög góður. En því má ómögulega gleyma, að enn þá betri getur hann orðið í framtíðinni. Rar til heyrir, meðal annars, að almennt verði lögð alvar- leg stund á þessi atriði: að bændur í hverri sveit veiti sláturfjelagsdeildunum viðskipti sín, traust sitt og eindreginn stuðning,

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.