Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 9

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 9
3 þjóðkunnugt, að Mývatnsaveit er ein hin fegursta aveit hér á landi og heilnæmasta. Þar er loftið hreint og tært. öræfin liggja að sveitinni á þrjá vegu. Þar eru þokur og dimmviðri sjaldgæf. Lífskjör sveitarbúa eru bæði erfið og heillandi, vel fallin til að skapa frjáls- hyggjandi og listelska menn. Ur Mývatni rennur Laxá niður eftir Laxárdal og Aðaldal út í Skjálfandaflóa. Hún er tvímælalaust fegursta vatnsfall á íslandi. Tær eins og hreinasti krystall fellur áin stall af stalli um óteljandi blómvafðar eyjar og kletta alla leið fram til sævar. Þar er óendanleg fjölbreytni og fegurð í breyti- leikanum. Við Mývatn og Laxá hefir hin forna heim- ilismenning náð mestum blóma hér á landi á síðari öldum. Þar hafa vaxið upp fjölmargir einkennilegir, starfandi hugsjónamenn og skáld, svo sem þjóð- kunnugt er. Við norðanvert Mývatn er jörðin Grímsstaðir. Það er stór jörð og erfið; víðáttumikið heiðarland, blautar engjar og skóglendi mikið. Bærinn stendur því nær á vatnsbakkanum. En örskotslengd úti í vatninu liggur eyjan Slútnes, einn hinn fegursti blettur á Islandi. Fylgir hólminn Grímsstöðum. Þegar Jakob Hálfdánar- son gerðist forgöngumaður um kaupfélagsstofnun var hann bóndi á Grímsstöðum, kvongaður og átti nokk- ur stálpuð börn. Hálfdan faðir Jakobs var einkennileg- ur snyrti- og gáfumaður, hæglátur, en athugull um flesta hluti. Hálfdan var fjármaður mikill og einn af forgangsmönnum á því sviði hér á landi. Hann hirti fé sitt með þeirri kostgæfni og umönnun, að fáir bænd- ur munu hafa lengra komist í þeirri grein. Þeir feðg- ar voru mjög samhuga og eðlislíkir. Jakob var, eins og Hálfdan faðir hans, hinn mesti þrifa- og umsýslu- maður í allri búsýslu. Þau voru einna fyrstu drög kaupfélagshreyfingar- innar, að á árunum 1847—1867 mynduðu þingeyskir bændur nokkur smáfélög til að ná betri kjörum hjá 1*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.