Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 10

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 10
4 dönsku selstöðukaupmönnunum. Voru venjulega nokkrir bændur úr sömu sveit í hóp saman. Þeir völdu sér formann, sem fór á milli kaupmanna á Húsavík og Ak- ureyri til að leita eftir, fyrir kauptíð á vorin, hver vildi bjóða bezt viðskiftakjörin. Vanst þeim stundum nokkuð á, einkum ef margir komu í kaupstaðinn sam- flota með fjölda áburðarhesta undir ullar- og tólgar- böggum. Urðu kaupmenn þá stundum fegnir að sækj- ast eftir að ná í allan hópinn það vorið. Hálfdan faðir Jakobs var löngum formaður í einu sliku félagi, og sendi kaupmaður honum stundum reikning yfir öll við- skiftin, en hann varð að sundurliða. Jakob kynti sér þessa reikninga, þó að ekki kæmi honum beinlínis við, þar sem hann var unglingur i föðurgarði. Veitti hann því eftirtekt eitt ár, að einn efnaminsti bóndinn i fé- laginu hafði tekið langmest af munaðarvöru: kaffi, sykri, tóbaki og brennivíni. Þó var ekki sá liður all- ur nema 8 krónur. Má af því sjá, að ekki hafa bænd- xir á þeim tíma leyft sér að eyða miklu til óþarfakaupa. Þessu fór fram þar til komið var fram undir 1870, að Tryggvi Gunnarsson stofnaði Gránufélagið. Var safn- að hlutafé hjá bændum í Þingeyjarsýslu og við Eyja- fjörð, skip keypt og reist verzlunarhús á Oddeyri. Tryggvi Gunnarsson varð framkvæmdarstjóri félagsins og rak það i raun og veru sem kaupfélag fyrstu árin. Erlendar vörur fengu félagsmenn eins ódýrar og unt var, en innlendar vörur seldi félagið á ábyrgð fram- leiðanda. Félagið fekk afarmikla þýðingu, svo sem kunnugt er orðið, þó að sá gróður yrði ekki svo lang- vinnur sem skyldi. Það kendi bændum í verki, að þeir gátu verzlað sjálfir, ef ekki skorti forgöngu. Og það bætti norðlenzka verzlun meir en auðvelt er að lýsa, með samkepni þeirri, er það skapaði. Einar Asmundsson í Nesi og Benedikt prestur Krist- jánsson i Múla voru um þessar mundir mestir áhrifa- menn um þjóðmál í Þingeyjarsýslu, að frátöldum Jóni

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.