Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 12

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 12
6 að skemta sér, segja til unglingum eða tala saman um alvarleg mál. Þá var til þar í sveitinni verzlunarfélag einhleypra manna, er hafði einkum að markmiði að koma vöru þeirra í peninga. Út úr umræðum því fé- lagi viðvikjandi var það, að Jakob vakti máls á því á einum Haganesfundinum, hvort eigi væri tiltækilegt að panta dálítið af nauðsynjavöru, annaðhvort frá Englandi eða Danmörku. Varð þetta að ráði, þó með þeim hætti, að fyrst var pantað hjá H. Th. A. Thomsen í Reykja- vík fyrir milligöngu Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum. Þetta gerðist árið 1878. Jakob stóð fyrir viðskiftunum, enda hafði hann þá um mörg undanfarin ár starfað meira og minna að verzlunarframkvæmdum fyrir sína sveitunga. Jakob var um þetta leyti vegabótastjóri landssjóðs á Austurfjöllum. Er svo að sjá, sem þau fjárráð og atvinna handa sveitungum hans hafi létt skiftin við Thomsen. Tveim árum síðar (1880) kom Jón A. Hjaltalín skólastjóri Jakob í samband við norsk- an kaupmann, 0. Fisher í Leith. Fengu Mývetningar góð kaup hjá honum á dúkum og leirvöru það ár og árið eftir. En þá varð Fisher gjaldþrota og misti Jakob 150 kr. við það, því að ekki hafði hann þá trygt sér ábyrgð þeirra, sem hann pantaði fyrir. Samhliða þessu verzlaði Jakob við lausakaupmann nokkurn, L. G. Pred- björn frá Borgundarhólmi, sem árum saman kom skipi sínu til Húsavíkur. Um þetta leyti fékst tengdasonur síra Benedikts í Múla, Sigfús Magnússon, dálítið við að panta frá Kaupmannahöfn smávarning fyrir sig og sina kunningja, og fengu þeir raenn þegar reynslu fyrir því, að verðlag á þeim hlutum var ólíkt betra en hjá kaup- mönnum. Svo fór, að mönnum þótti ekki hverfandi frá þessu ráði aftur. Samhliða því óx óánægja bæði með verzlun kaupmanna og Gránufélagsins. Einkum mi8líkaði bændum, er þeir fengu eigi nema sumt af verðinu í peningum, en voru neyddir að taka vörur fyrir á Oddeyri. Urðu út af þessu nokkrar hnippingar

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.