Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 15

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Blaðsíða 15
9 vandi með að fara, bæði niður í bátinn og þá ekki síð- ur, er í land kom, þar sera hann átti þar hvorki at- hvarf með hús eða hirzlur, sem óhult væri til peninga- geymslu. Varð það þó úr, að hann fekk lánað skrif- púlt Sveins Víkings veitingamanns til að geyma í pen- ingana, þar til hann gat skilað þeim til réttra eigenda. Meðan stóð á fjárkaupunum var skipað í land pönt- unarvörunni. Þá var ónotað fangahúsið á Húsavik, sem síðar varð eign Jónasar SigurðBsonar. Benedikt Sveins- son sýslumaður leyfði nú að nota fangahúsið um stund- arsakir til vörugeymslu, en Þórður Gudjohnsen versl- unarstjóri lánaði eodurgjaldslaust bryggju og báta til að skipa upp vörunum. Hafði hann stundum áður verið Jakob innan handar með hús og áhöld við vöru- skiftingu. Kristján Jónasson stýrði uppskipuninni fyrir Jakobs hönd. Sauðirnir voru nú borgaðir bændum, sumpart í peningum, en að nokkru leyti með vörum. Gekk þetta alt greiðlega, en þó var eftir nokkuð af vörum, þegar Jakob fór heim um haustið, og mun hann hafa fengið Svein Víking til að afhenda þær. Fjárkaupmennirnir ensku mæltust fastlega til, að haldið yrði áfram skiftunum. Og í hinn stað var al- menn ánægja í Þingeyjarsýslu yfir fjárkaupunum og" pöntuninni. Þóttist Jakob nú sjá, að straumurinn myndi bera hann lengra og lengra í áttina að félagsstaríi þessu. Verst þótti honum aðstaða sín á Húsavík. Hann hafði hvorki verzlunaráhöld, bryggjur né báta, nema með því að fá það lánað einmitt hjá þeim manninum, sem verið var að vinna á móti, nfl. verzlunarstjóra Þ. Gudjohnsen. Það var einsætt, að bæði var bónarvegurinn ófær fyrir forgöngumann samvinnunnar og hins vegar óhugsandi, að verzlunarstjórinn gæti eða mætti veita slíka hjálp nema meðan hann áleit félagsskapinn að eins vindbólu eða dægurflugu. Jakob fór uú að athuga staði á Húsa- vík, þar sem honum þætti henta að reisa félagshúsin.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.