Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Qupperneq 33

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Qupperneq 33
27 það við afbendingu haustvaranna. Mest vandkvæði voru að drykkjuskap meðal smiðanna. Alment var tal- ið að Jón Pálsson væri breyzkastur, en svo er að heyra af frásögn kaupstjóra, sem hann hafi í raun og veru minst af sér brotið. Hann bragðaði ekki áfengi, meðan hann stóð við vinnuna. Drakk heima, það sem hann drakk, og kom ekki fyr að hefilbekknum en fullkom- lega var af honum runnið. Þá kom fyrir dálítið atvik — rangur fréttaburður -• sem tafði vinnuna til muna. Kona Jóns var um þessar mundir fram í Reykjadal. Alt í einu berzt sú fregn til þorpsins, að konan sé dáfn. Jakob og fleirum, sem til þektu, þótti fremur ótrúlegt að sagan væri sönn, með því enginn kom frá heimili þeirra til að bera Jóni dánarfregnina. Voru þá höfð samtök um að láta á engu bera fyr en sannfrétt væri um andlát konunnar. Það tókst um stund. En brátt þóttist Jón sjá bæði á Jakob og öðrum að eitthvað myndi Tera á seiði, sem hann ætti ekki að vita. Gekk hann þá á Jakob og fékk að vita um orðróminn. Jón fékk sér vel í staupinu, náði í hest, reið fram í Reykjadal og var burtu hálfan mánuð — hélt erfisdrykkju, þó að engin væri dáin. Þannig tat'ðist húsbyggingin, svo að tjalda varð yfir húsið að nokkru leyti vegna haust- afhendingar. Fleira. var mótdrægt við bygginguna Vatn kom upp i kjallaranum, undan brekkunni, og var ekki gert við til fulls, fyr en nokkrum árum síðar. Þó var hitt verra að húsið var liriplekt. Það var í fyrstu þak- ið með pappi, en hafði eigi tekist betur en svo, að í hverri stórúrkomu varð Jakob sifelt að vera á ferli, bæði nótt og dag, til að setja undir leka, eða breiða yfir, til að verja vörurnar skemdum. Loksins náði .Jakob sér í fiatt járnþak á norðurhlið hússins, nokkrum árum eftir að það var bygt, og tók þá að mestu fyrir þessi vandkvæði. Það var fyrsta þakjárnið, sem sett var á nokkra byggingu á Húsavík. Þá um haustið flutti Jakob iúm sitt í húsið og bjó þar síðan í mörg ár. Nokkru

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.