Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 43

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1919, Page 43
37 Það er mjög einkennilegt, að Jakob Hálfdanaraon og hinir aðrir fyrstu frumherjar samvinnuverzlunar hér á landi, voru með öllu ókunnugir samskonar félagsskap erlendis og fengu þaðan enga beina vakningu. Fram- kvæmd þeirra er því nýsköpun eða sjálfstæð uppgötv- un, þótt hin sömu sannindi hefðu áður verið fundin með öðrum þjóðum. Kaupfélag Þingeyinga var ávöxt- ur hins andlega sjálfstæðis í þeim sveitum, þar sem það var stofnað. Og enn er sagan hin sama, að verzl- unarástandið í hverju héraði á landinu er spegill af hinu almenna andlega ástandi. Menn skapa verzlunar- kjörin bókstafiega eftir sinni mynd. Eftir því, sem Jakob Hálfdanarson telur, var Jón á Gautlöndum sá maður þar í sýslu, sem fyrstur sýndi í verki, að hann hafði lesið um samvinnustarfsemi ann- ara þjóða. Kom það fram í vörn hans í útsvarsmálinu. Fór þetta mjög að líkindum, því að Jón var ágætlega fjölfróður maður og víðlesinn. Bókasafn hans var bæði stórt og gott. En síðar meir varð Benedikt á Auðnum allra manna fróðastur um samvinnumál öll bæði hér á landi og erlendis. Sigur kaupfélagsins var sigur Jakobs. Hann var brautryðjandi. Og þegar vegunnn var ruddur gegnum torfærur og klungur, þá var liðinn sög'urikasti kafiinn af æfi hans. Hann hélt áfram að vera framkvæmdar- stjóri félagsins þangað til 1906; hafði þá stýrt því í rúman aldarfjórðung. Ári síðar misti hann konu sína, Kristínu, dóttur Péturs í Reykjahlíð. Þau höfðu átt sex börn. Elzt var Guðrún, kona Friðriks Guðmundsaonar, sem fyr er getið. Hún dó ung, en lét eftir sig dóttur, er Laufey hét. Hún er gift hollenzkum manni, land- stjóra á Sumatra. Þá Jón Ármann, nú í Ameriku, Að- albjörg, kona Gísla Péturssonar læknis á Eyrarbakka, Hálfdán, bóndi á Tjörnesi, Herdís bókhaldari og Jakob- ina kennari. Síðustu árin, eftir að kona hans andaðist,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.