Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 41

Andvari - 01.06.1964, Side 41
ANDVARI FÁNI ÍSLANDS OG SKJALDARMERKI 39 í íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn og einnig í Reykjavík og var fylgjandi því, að fálkinn yrði tekinn upp, bæði sem merki og þjóðfáni, en í verzlunarfánanum skyldi hafa sambandsmerki, sem einnig yrði tekið upp í verzlunarfána Dana. Fálkamerkið varð vinsælt, en þó voru uppi raddir gegn því. Segir í grein í Fjallkonunni, að fálkinn sé hinn grimm- asti ránfugl íslenzkur og „fálki" sé sá maður kallaður í daglegu tali, sem bæÖi þyki heimskur og illgjarn. Þingvallafundurinn 1885 samþykkti fyrir atbeina Valtýs Guðmundssonar, að Island ætti rétt á sérstökum verzlunar- fána, og sama sumar flutti stjórnskipun- arlaganefndin í neðri deild Alþingis frumvarp til laga um þjóðfána fyrir Is- land. Var gert ráð fyrir að fánanum yrði skipt í fjóra ferhyrnda reiti með rauðum krossi, hvítjöðruðum. Skyldu þrír reit- anna vera bláir og á hvern þeirra mark- aður hvítur fálki. En fjórði reiturinn, stangarreiturinn efri, skyldi vera rauður með hvítum krossi, þ. e. eins og danski fáninn. Jón SigurÖsson á Gautlöndum var formaður nefndarinnar og mælti fyrir frumvarpinu í þinginu. Frumvarpið varð cigi útrætt, en þarna er gerð tillaga um þá þrjá liti, sem síðar urðu í fánanum: blátt, hvítt og rautt. Flinn 13. marz 1897 ritaði Einar skáld Benediktsson grein í blað sitt Dagskrá, þar sem hann segir, að þjóðlitir Islands séu blátt og hvítt og krossinn sé hið al- gengasta og hentugasta flaggmerki. Legg- ur hann því til, að fáni Islands verði hvít- ur kross í bláum feldi. Jafnframt bendir Einar Benediktsson á, að menn hafi rang- lega til þessa blandað saman rnerki og fána í umræðum um fánamálið. Fálkinn hæfi vcl sem merki, en ekki í fána. Eins og áður er frá skýrt, var breytt um skjaldarmerki landsins árið 1903, silfraður fálki á bláum skildi leysti af hólmi hinn gullkrýnda silfurþorsk á rauðum skildi, sem verið hafði í innsigli landsins senni- lega frá 1550, en þó líklega notaður sem merki landsins miklu lengur. Árið 1591 sést þorskurinn í skjaldarmerki Danmerk- ur á gullpeningum, sem þá voru slegnir og kallaðir Portúgalspeningar og dr. Jón Þorkelsson fann mynd af flatta þorskinum á skinnbók frá því um 1360, og segir svo um það: „... á fremri hlið 15. blaðs skinnbókarinnar úti á spássíu er dregin upp mynd af flöttum þorski, og virðist myndin með vissu vera gerð um sama leyti og skinnbókin er rituð (c. 1360) og af sama manni, og er þetta sú langelzta mynd, er vér vitum af þorskinum; er þessa því hér getið, að menn hafa ekki fyrri tekið eftir þessu."1) IV. Þótt þorskurinn væri nú vikinn fyrir fálkanum í skjaldarmerkinu, þá var fána- máliÖ óleyst. Árin 1905—1906 urðu enn umræður um fánann í blöðum, og 27. september 1906 var haldinn fundur í Stúdentafélagi Reykjavíkur um fánamál- ið. Hafði Jónas Guðlaugsson, skáld, þar framsögu. Á þessum fundi kom einmitt fram sú fánagerð, sem síðar átti eftir að verða þjóðfáni íslands. Matthías Þórðar- son, síðar þjóðminjavörður, sýndi á fund- inum fána, sem hann hafði gert. Var það hvítur kross í bláum feldi með rauðum krossi í miðju, er skyldi geta táknað fjalla- blámann, ísinn og eldinn. Kaus fundur- inn fimm manna nefnd í fánamálið, þá Bjarna Jónsson frá Vogi, Guðmund Finn- bogason, Benedikt Sveinsson, Magnús Einarsson og Matthías Þórðarson. Skilaði nefndin áliti til fundar í félaginu 22. október, en hafði ekki orðiÖ á eitt sátt um liti fánans. Meirihluti nefndarinnar vildi Irafa bláan feld með hvítum krossi, en 1) ísl. fornbréfasafn III, bls. 152.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.