Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 85

Andvari - 01.06.1964, Side 85
ANDVARI DANSKAR BÓKMENNTIR 1940—60 83 þó umfram allt sænskumælandi skáldin finnsku. Heimaalinn undanreiðarmaður þessarar fylkingar var skáldið Gustaf Munch- Petersen (1912—1938), sem féll á Spáni. Skáldskapur lians frá fjórSa tug aldarinn- ar er frámunalega tilraunakenndur, en hefur síSan smám saman orSiS svo áhrifa- drjúgur, aS nú hefur reynzt kleift að gefa út heildarútgáfu af honum. Hinn elzti skáldahópur frá árabilinu 1940—50 er umfrarn allt gagntekinn af stríðinu sjálfu og hugsjónahruni heils tímabils. FyrirferSarmestur þeirra er Mort- en Nielsen (1922—44), sem féll í stríð- inu; ljóðabækur hans tvær „Krigere uden váben“ (1943) og „Efterladte digte" (1945) urðu drýgsta innblástursuppspretta þeirra skálda, sem á eftir honurn komu. Ástæðan til þess að honum fannst hann vera vopnlaus stríSsmaður var sú, að stríð- ið neyddi hann til þátttöku í því, sem var honum á móti skapi, af því aS hann átti hvorki trúna á réttlætingu baráttunnar né batur til óvinarins, hann var fullur af vantrú og efasemdum. En einmitt það að neyðast til þátttöku í baráttunni varS til þess, að hugmyndin uni dauðann varð honum rnjög nákomin, og einmitt sjálfur dauðageigurinn vísaði honum leiðina til sjálfs sín og viðhlítandi lífsviðhorfs. Skáld- skapur hans einkennist þess vegna af brennandi ást til alls sem lifir, og sér- kennandi orð í skáldskap hans er orðiS „nær“, sem sýnir afstöðu hans til hluta og manna; hann hafði þannig þegar brot- izt út úr þeirri einsemd, sem lá í menn- ingu tímans og er líkt og merki heillar kynslóðar, og því gat hann orðið hin mikla fyrirmynd bæði í lífi og skáldskap. Bornhólmska ljóðskáldið Asger Dam (1922) og Halfdan Rasmussen (1915), sem honum er merkari, eru báðir þessu sama marki brenndir; þegar á stríðsárun- um gaf Rasmussen út margar bækur, sem allar stóðu mjög í stríðsins merki, en hon- um gekk seint að finna bæði sjálfan sig og það listræna forrn, sem fullnægði hon- um; að formi til er hann h'klega hefð- bundnastur þessara skálda. Einnig hann byrjar í andlegri kreppu, en í fyrstu Ijóðabók hans eftir stríðið, „Pá knæ for livet“ (1948) má sjá, hvernig hann, næst- um því í örvæntingu, reynir að losa sig undan áhrifum stríðsreynslunnar. í seinni bókum hefur hann fundið jafnvægi, sem svipar til afstöðu Mortens Nielsen. Það er furðulegt fyrirbæri, að hann hefur lagt stund á dægurvísnagerð samhliða hinum alvarlega skáldskap, og þetta hefur gert hann að mest lesna skáldi sinnar kyn- slóðar. Reynsla stríðsáranna er uppsprettan sem ofangreind skáld ausa af, en þau sem nú verða talin sóttu innblástur sinn frem- ur í hugsjónakreppu þá, sem stríðið olli, og verða þau flokkuð hér eftir því, hvern- ig þau leysa vandann. Ove Abildgaard (1916) hefur revnt að fletta ofan af því ósanna og vanabundna í lífshorfi samtíðarinnar, sem hann telur ekki lengur hægt við aS una, og oft beitir hann beisku háði í formfögrum Ijóðum sínum. Hann er hreinræktaður efasemda- maður, sem beinir gagnrýni sinni fremur að aflóga fyrirbærum en að hann komi með fulltilbúnar allsherjarlausnir. Erík Knudsen (1922) hefur aftur á móti tekið æ skýrari afstöðu til hlutanna. I fyrstu Ijóðabókum hans kann afstaða hans að virðast skyld afstöðu Abildgaards, en lund hans er ástríðumeiri og heitari. AS baki liggur nagandi örvænting út af ástandinu á vorum tímum, svo sem einkum er bert í vönduðustu bók lians „Blomsten og sværdet" (1949). IlefSbundnum formum varpar liann algjörlcga frá sér og steypir sér út í nýtízkulegar tilraunir, og öllum öðrum fremur hefur honum tekizt að skapa listaverk í formi prósaljóðsins. I
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.