Andvari - 01.06.1964, Page 85
ANDVARI
DANSKAR BÓKMENNTIR 1940—60
83
þó umfram allt sænskumælandi skáldin
finnsku.
Heimaalinn undanreiðarmaður þessarar
fylkingar var skáldið Gustaf Munch-
Petersen (1912—1938), sem féll á Spáni.
Skáldskapur lians frá fjórSa tug aldarinn-
ar er frámunalega tilraunakenndur, en
hefur síSan smám saman orSiS svo áhrifa-
drjúgur, aS nú hefur reynzt kleift að gefa
út heildarútgáfu af honum.
Hinn elzti skáldahópur frá árabilinu
1940—50 er umfrarn allt gagntekinn af
stríðinu sjálfu og hugsjónahruni heils
tímabils. FyrirferSarmestur þeirra er Mort-
en Nielsen (1922—44), sem féll í stríð-
inu; ljóðabækur hans tvær „Krigere uden
váben“ (1943) og „Efterladte digte"
(1945) urðu drýgsta innblástursuppspretta
þeirra skálda, sem á eftir honurn komu.
Ástæðan til þess að honum fannst hann
vera vopnlaus stríSsmaður var sú, að stríð-
ið neyddi hann til þátttöku í því, sem var
honum á móti skapi, af því aS hann átti
hvorki trúna á réttlætingu baráttunnar né
batur til óvinarins, hann var fullur af
vantrú og efasemdum. En einmitt það að
neyðast til þátttöku í baráttunni varS til
þess, að hugmyndin uni dauðann varð
honum rnjög nákomin, og einmitt sjálfur
dauðageigurinn vísaði honum leiðina til
sjálfs sín og viðhlítandi lífsviðhorfs. Skáld-
skapur hans einkennist þess vegna af
brennandi ást til alls sem lifir, og sér-
kennandi orð í skáldskap hans er orðiS
„nær“, sem sýnir afstöðu hans til hluta
og manna; hann hafði þannig þegar brot-
izt út úr þeirri einsemd, sem lá í menn-
ingu tímans og er líkt og merki heillar
kynslóðar, og því gat hann orðið hin
mikla fyrirmynd bæði í lífi og skáldskap.
Bornhólmska ljóðskáldið Asger Dam
(1922) og Halfdan Rasmussen (1915),
sem honum er merkari, eru báðir þessu
sama marki brenndir; þegar á stríðsárun-
um gaf Rasmussen út margar bækur, sem
allar stóðu mjög í stríðsins merki, en hon-
um gekk seint að finna bæði sjálfan sig
og það listræna forrn, sem fullnægði hon-
um; að formi til er hann h'klega hefð-
bundnastur þessara skálda. Einnig hann
byrjar í andlegri kreppu, en í fyrstu
Ijóðabók hans eftir stríðið, „Pá knæ for
livet“ (1948) má sjá, hvernig hann, næst-
um því í örvæntingu, reynir að losa sig
undan áhrifum stríðsreynslunnar. í seinni
bókum hefur hann fundið jafnvægi, sem
svipar til afstöðu Mortens Nielsen. Það
er furðulegt fyrirbæri, að hann hefur lagt
stund á dægurvísnagerð samhliða hinum
alvarlega skáldskap, og þetta hefur gert
hann að mest lesna skáldi sinnar kyn-
slóðar.
Reynsla stríðsáranna er uppsprettan
sem ofangreind skáld ausa af, en þau sem
nú verða talin sóttu innblástur sinn frem-
ur í hugsjónakreppu þá, sem stríðið olli,
og verða þau flokkuð hér eftir því, hvern-
ig þau leysa vandann.
Ove Abildgaard (1916) hefur revnt að
fletta ofan af því ósanna og vanabundna
í lífshorfi samtíðarinnar, sem hann telur
ekki lengur hægt við aS una, og oft beitir
hann beisku háði í formfögrum Ijóðum
sínum. Hann er hreinræktaður efasemda-
maður, sem beinir gagnrýni sinni fremur
að aflóga fyrirbærum en að hann komi
með fulltilbúnar allsherjarlausnir. Erík
Knudsen (1922) hefur aftur á móti tekið
æ skýrari afstöðu til hlutanna. I fyrstu
Ijóðabókum hans kann afstaða hans að
virðast skyld afstöðu Abildgaards, en lund
hans er ástríðumeiri og heitari. AS baki
liggur nagandi örvænting út af ástandinu
á vorum tímum, svo sem einkum er bert
í vönduðustu bók lians „Blomsten og
sværdet" (1949). IlefSbundnum formum
varpar liann algjörlcga frá sér og steypir
sér út í nýtízkulegar tilraunir, og öllum
öðrum fremur hefur honum tekizt að
skapa listaverk í formi prósaljóðsins. I