Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 138

Andvari - 01.06.1964, Page 138
136 ÞÓRÐUR TÓMASSON ANDVARI Fornmenn gengust undir járnburð og urðu af honum ýmist sýknir eða sekir. Fáum mun nú hent að bera glóandi járn eða vaða eld að dæmi fornmanna, þótt víða hafi lifað í kolurn fornaldar fram á þennan dag. Eldborið, glóandi stál átti rnátt til að gera banvæna hluti heilnæma. Margir gripu til þess, er mýs eða skor- kvikindi duttu í mjólk eða vatnsból. Gömul kona sagði mér, að nábúi hennar hefði dýft glóandi járnteini í brunn sinn, er mús datt í hann, og lét þá hreinsun nægja. Eldur, sem sveið hár eða föt manna, gaf fyrirheit um, að höpp væru í vændum. Fyrri tíma menn munu hafa álitið, að lifandi vera byggi í eldinum, sem betra væri að vingast við. Islenzkar eldakonur fórnuðu eldvættinum nokkrum kornum af mjöli, þegar þær sáðu út á grautinn, þótt af litlu væri að taka. Sjálfur hcf ég séð þctta gert, en þá var það aðeins gam- all vani, sem stjórnaði siðnum. Til skamms tíma munu eldakonur hafa kunnað stef eða þulur, sem eldurinn var ávarpaður með, er eitthvað hraut að honum matar- kyns. Nafn þessa vættar er týnt. Má þó færa líkur að því, að hann hafi heitið Eldgrímur. Það nafn kemur fyrir í norskri þjóðtrú. Séra Jón Steingrímsson segir frá draumi sínum fyrir Skaftáreldum og nefn- ir draummann sinn Eldriðagrím. Getur það nafn ekki verið út í bláinn. Eldgrím- ur á náinn ættingja, þar sem er Járn- grímur í Lómagnújii. Frá þeirn mun skammt til Alföður heiðinna manna, Óð- ins. Ævaforn átrúnaður felst í þeim sið að brenna út gamla árið á gamlárskvöld eða þrettándakvöld. Annar forn brennusiður var nábrennan, sem gerð var eftir hvern látinn mann, er hann var fluttur til graf- ar. Nábrennan var gerð í grennd við lík- götu utan túns. Illa var mönnum við, ef reyk hennar lagði á bæinn. Einhver var þá feigur á bænum. Á fjölda íslenzkra sveitabæja logaði sami eldur öld eftir öld. Það var óhapp og fyrirboði, ef eldurinn drapst. Eldur, sem drapst á nýársnótt, boðaði feigð ein- hvers heimilismanns. Eldur, sem drapst milli fardaga og Jónsmessu, boðaði feigð húsfreyjunnar. Oftast var ekki annarra ráða völ en sækja eld til næsta bæjar, er kulnaði í hlóðunum. Allvíða kunnu menn þó að slá eld með stáli eða tinnu. Nauðleyta- menn á íslandi hafa oft staðið í sporum sr. Hallgríms Péturssonar, er hann orti um þraut þurfamannsins, en enginn mun hafa látið eldlausan mann synjandi frá sér fara — ef að líkum lætur. í íslenzkum þjóðsögum er sagt frá hjónum, sem settust að á heiðarkoti og settu bú saman af litl- um efnum. Sveitungar þeirra ömuðust við þeim og höfðu samtök um að gera þeim ekkert til bjargar. Svo dó eldurinn í kotinu, og leitað var til nábúa að biðja um eld. Húsfreyja lét hann í té að bónda sínum forspurðum. Flann tók það illa upp, en húsfreyja varði sig skörulega: „Hélztu, að ég væri verri en andskotinn? Engum synjar hann um eldinn." Slíkt svar sló öll vopn úr höndum. Maður, sem sótti eld, varð að hafa hraðan á. Við gesti, sem hugur var í að óþörfu, var sagt: „Það er ekki eins og þú sért eldinn að sækja.“ Eldakonunni þótti vænt í efni, þegar vel gekk að taka upp eldinn og koma 1 ífi í hann. Eldurinn var duttlungafullur eins og maðurinn, eldakonan talaði við hann eins og maður við mann. Oft lá illa í gamla Rauð, og ógleðin átti ýmsar orsak- ir. Algengt var, að gestur sækti illa að eldinum, veðurbreyting til rosa hafði og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.