Andvari - 01.10.1967, Side 17
andvabi
THOR THORS
119
frávikum. Og um hitt verður víst ekki deilt, aS núverandi vinnulöggjöf þarfn-
ist mjög verulegra umbóta.
Erfitt er aS meta þingmennsku einstakra manna, livort einum hafi í þeim
efnum tekizt betur en öSrum, svo margt kemur þar til álita og ýmislegt þess
eSlis, sem liggur utan hinna persónulegu hæfileika aS hafa áhrif á eSa ráSa
viS, svo sem þaS, hvort þingmaSur er í stjórnaraSstöSu eSa stjórnarandstöSu
og getur hvort um sig stundum verkaS til örvunar, en einnig lamandi. Um
þingmennsku Thors Thors almennt liggja fyrir ummæli eins reyndasta og
merkasta þingmanns, sem tók sæti á Alþingi samtímis Thor. Jón Pálmason,
alþingismaSur á Akri, segir um Thor í grein í MorgunblaSinu 26. nóvember
1963:
„Þau málin, sem hann lét mest til sín taka, voru fjármál, atvinnumál
og samgöngumál. Sjávarútvegsmálin voru honum af eSlilegum ástæSum
hugstæSust. En hann var strax í byrjun mjög vinveittur okkar landbúnaSi
og öllum hans framfaramálum og ein var sú hugsjón, sem honum var sér-
staklega hjartfólgin, en þaS var, aS raforkuna væri hægt aS leiSa um allar
byggSir okkar lands. Átti hann líka hlut aS merkilegum áfanga á því sviSi
meS stofnun raforkusjóSs, sem hann flutti frumvarp um. . . .
Mér varS þaS fljótt ljóst, aS Thor var sá rnaSur, sem mikill fengur var
aS vinna meS og njóta góSra geisla frá. Hann var líka einhver skörulegasti
og glæsilegasti þingfulltrúi, sem veriS hefir á okkar þingi á síSustu ára-
tugum. Veit ég, aS þetta viSurkenna flestir, ef ekki allir, sem voru hans
samþingsmenn. Kjósendur hans í Snæfellsnessýslu elskuSu hann og virtu,
enda fór fylgi hans ört vaxandi, og hvar sem hann kom fram var hann
flokki sínum, kjördæmi sínu og þjóSinni til sæmdar og prýSi. Til þess
lágu orsakir, sem kunnugum eru ljósar, en ókunnugir vita minna um. Þær
eru: gneistandi mælska og rökfimi, glæsilegt útlit og aSlaSandi framkoma,
en þó fyrst og fremst einbeittar framfarahugsjónir, bjartsýni og frjáls-
lyndar skoSanir, samfara sterkum áhuga á því aS verSa landi sínu og þjóS
aS sem mestu liSi.“
Þingferill Thors Thors varS stuttur eSa aSeins um 7 ár, eins og vikiS hefir
veriS aS. En þegar hann hvarf af þingi, var hans saknaS þaSan, og lengi hefir
staSiS og stendur enn ljómi um nafn þingmannsins Thors Thors á Snæfells-
nesi, þó aS liSinn sé röskur aldarfjórSungur frá því aS hann kvaddi Snæfellinga
sem þingmaSur.