Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 18
120
JÓHANN I-IAFSTEIN
ANDVARI
Þó að nú liafi verið lauslega rakinn stjórnmálaþátturinn í æviskeiði Thors
Thors og reynt að skilgreina hann nokkuð, skýrist hann einnig betur, þegar
litið er til beinna afskipta hans af atvinnulífi landsmanna.
Skömmu eftir að hann hafði lokið laganámi í Háskóla Islands og leitað
sér framhaldsmenntunar erlendis og kynna af utanlandsviðskiptum íslendinga
á Spáni og Portúgal, gerist hann einn af framkvæmdastjórum hlutafélagsins
Kvældúlfur á árinu 1927. Eins og kunnugt er hafði faðir hans stofnað Kveldúlf
h.f. árið 1912 með elztu sonum sínum, og þeir síðan gegnt framkvæmdastjóra-
störfuin með honum í fyrstu, en síðan einir. Thor Jensen mun hafa dregið sig
í hlé í Kveldúlfi fljótlega á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, eftir að hann tók
að sér nefndastörf fyrir hönd ríkisins við útflutningsverzlun landsmanna á hin-
um erfiðu styrjaldarárum. Þriggja manna nefnd hafði þá það verkefni að annast
alla sölu útflutningsafurða, og var Thor Jensen formaður nefndarmanna, en
hinir voru Pétur Jónsson, alþingsmaður og hóndi á Gautlöndum, og Ólafur
Benjamínsson, framkvæmdastjóri. Að styrjöldinni lokinni mun Thor Jensen
hafa tekið lítinn heinan þátt í framkvæmdastjórn Kveldúlfs og sneri sér síðar,
sem alkunnugt er, að búskapnum og gerðist mesti stórbóndi landsins með bú-
rekstri sínum á Korpúlfsstöðum.
Þegar Thor kemur til skjalanna sem framkvæmdastjóri Kveldúlfs 1927,
eru þeir þar fyrir eldri bræðurnir, Richard, Kjartan, Ólafur og Haukur, og
mætti virðast, að vel væri áskipað og tæpast þörf fleiri framkvæmdastjóra. En
hafa verður þá í huga, hvert fyrirtæki Kveldúlfur var. Ellutafélagið Kveldúlfur
hafði verið, var þá og varð enn um langa hríð lang stærsta útgerðarfyrirtæki lands-
ins, hafði haft með höndum nær alla fisksölu landsmanna, sem þá var mest
saltfiskur, seldi t. d. fisk fyrir Samband íslenzkra samvinnufélaga, fyrir Hellyer
Bros., meðan það fyrirtæki rak stórútgerð í Hafnarfirði, eignaðist sjálft 7 togara
flest, átti 5 stóra mótorbáta, eftir því, sem stærð slíkra báta var þá almennt, og
2 lítil guíuskip, en þessi fiskiskip voru öll notuð til síldveiða frá Siglufirði og
alli þeirra saltaður þar, en síldarafli togaranna lagður upp á Hjalteyri og fór
allur í salt, enda var Kveldúlfur á þeim árum, 1913—1923, stærsti saltsíldar-
framleiðandi landsins, lét oft verka og salta yfir 20 þúsund tunnur á ári. Þá
átti Kveldúlfur um skeið 3 millilandaskip samtímis, er notuð voru eingöngu í
þágu félagsins til llutninga með eigin afurðir til Miðjarðarhafshafna og flutn-
inga á salti og kolum til landsins. Félagið hóf síldarbræðslu á Hesteyri, leigði
síldarbræðslu á Sólbakka og reisti síðar síldarbræðslu á Hjalteyri. Hér var því
um mjög margþætta og umfangsmikla starfsemi að ræða, fiskveiðar, saltfisk-
verkun, síldarbræðslu og fisksölu og jafnhliða töluverða innílutningsverzlun,
einkum til eigin þarfa. Hafði svo verið á stundum, að nær öll fisksala frá