Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Síða 26

Andvari - 01.10.1967, Síða 26
128 JÓHANN HAFSTEIN ANDVARI ingar og fórnir milljóna manna, einstaklinga og fjölskyldna, saklausra barna, — opinberun helvítis á jörðu. í viðhorfi sínu til Smeinuðu þjóðanna var Thor Thors bæði raunsær og hugsjónakenndur. Hann benti réttilega á, að Sameinuðu þjóðirnar urðu til í þeirn tilgangi að varðveita frið á jörðu, en ekki að skapa frið á jörðu. En for- sendan fyrir þessari stofnun eða þessum friðarsamtökum, ef við viljum orða það svo, var í raun og veru brostin, áður en átti til að taka, — það var aldrei friður á jörðu. Samt sem áður var enginn okkar þjóðar, þess dvergríkis, sem ekki gat ráðið sköpum, þolinmóðari að berja í brestina og viðhalda voninni urn samhug og kærleika milli þjóðanna en Thor Thors. Segja mætti næstum, að „Héðinn stóð einn“ oft og einatt. I alvöruleysi hafa Islendingar ornað sér við þá hugsun, að allt væri í lagi, og heil samtök manna hafa stundað þá iðju, að okkur væri bezt að láta okkur ekki detta í hug, að friður gæti verið rofinn, enda þótt við sjáum eldana brenna allt í kringum okkur, að vísu langt í fjarska samkvæmt heims- mynd gamla tímans, — í frumskógum Afríku, í fenjum Asíu og fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem heimurinn upphófst í hugskoti margra á þessari út- hafseyju. Það er eins og menn muni ekki Kóreu-stríðið og viti ekki hvað nú er á seyði. Á veikleikana var Thor Thors stöðugt að minna, um leið og hann reyndi að berja í brestina. Hann var ekki hinn þögli sendiherra okkar hjá Sameinuðu þjóðunum. En hann vissi, að hann var sendiherra hinnar minnstu þjóðar. Á því baðst hann ekki afsökunar, en kvaddi sér hljóðs, þegar honum þótti við eiga. Og á hinu mikla þjóðaþingi var hlustað á Thor Thors. Hvort nokkur Islendingur á enn eftir að standa í sömu sporum, eða feta framar, er enn óvitað. Tvisvar sinnum átti höfundur þessara skrifa þess kost að sitja sem fulltrúi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og vinna þar með Thor. Nú eru þeir orðnir margir Islendingar, sem þar hafa setið og starfað undir handleiðslu Thors. Það mun tæpast ofmælt, að allir þeir beri hlýtt orð til sendiherra Islands á þessum vettvangi. Mundi vera ofmælt, að okkur, sem með honum unnu í sendinefndum landsins, hafi ekki fundizt ísland eins lítið og það var, af því að við áttum Thor? Thor Thors komst til mikilla virðinga og metorða hjá Sameinuðu þjóð- unum. Hann var þrisvar sinnum, sem mun einstætt, framsögumaður fyrstu nefndarinnar, eða pólitísku nefndar samtakanna, sem er hin þýðingarmesta, hann var formaður sérstöku pólitísku nefndarinnar, hann var einn af vara- forsetum allsherjarþingsins, og hann var ein af þeim ,,persónum“ allsherjar- þingsins, sem voru þekktar og virtar. Það er með öllu útilokað að gera sér grein
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.