Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Síða 28

Andvari - 01.10.1967, Síða 28
130 JÓHANN HAFSTEIN ANDVARl og þú hefir ætíð verið sterkur stuðningsmaður grundvallarhugsjóna og fyrir- ætlana sáttmála þjóðanna. 1 þér hefi ég ætíð átt traustan vin og vitran ráðgjafa." Allmikið þóf hafði um það staðið að velja eftirmann Lie í hina mikil- vægu stöðu. Mest fylgi hafði Lester B. Pearson, utanríkisráðherra Kanada, og náði hann 10 atkvæðum í Oryggisráðinu, en Rússar beittu neitunarvaldinu. Einnig var talsvert talað um ambassador Romulo frá Filippseyjum. Frá fram- kvæmdastjóravalinu er sagt í New York Times og þar m. a. frá því greint, að Lester Pearson, sem ekki aðeins var einn fremsti til þess að taka við, þegar Trygve Lie hætti, heldur hafði einnig verið einn líklegasti, þegar hann tók við, hafi haldið veizlu fyrir hinn nýja framkvæmdastjóra og þá sagt í ræðu: „Þegar rennur út tími Hammarskjölds í þessari stöðu, er rétt að hafa í huga, að ég mun þá verða tiltækur. En eflaust verður þá einhver Dani kosinn, þar sem Skandinavar virðast hafa hér forréttindi. Það verður því ekki fyrr en 1963, sem ég get fengið möguleika." „Þú gleymir Thor Thors frá íslandi", greip þá einn fulltrúi fram í, og L. Pearson sagði sem svo: „Alveg rétt, ég hefði víst heldur enga möguleika þá.“ Ef til vill mundi það varpa nokkru ljósi á aðstöðu og viðhorf Thors innan Sameinuðu þjóðanna að vitna í nokkur orð hans sjálfs í ræðunni í almennu stjómmálaumræðunum í upphafi allsherjarþingsins í september 1953. Hann víkur fyrst hæversklega að því, að ef til vill undrist fulltrúar, að hið litla land, ísland, skuli vilja taka þátt í þessum umræðum. En við skulum hafa í huga, að þá hafði Thor í tvö ár verið framsögumaður pólitísku nefndarinnar, en í því fólst að gera allsherjarþinginu grein fyrir hinum sundurleitu skoðunum, sem innan þessarar nefndar höfðu komið fram. Hlutlaus greinargerð á þessum vettvangi var ekki á færi neins nema ágætismanns, en sá, sem hafði leyst þennan vanda svo af bar, var líka öllum hnútum kunnugastur í hinu pólitíska völundar- húsi Sameinuðu þjóðanna. í ræðu sinni víkur Thor að vonbrigðunum og erfið- leikum Sameinuðu þjóðanna. Þessi þjóðasamkoma er ekki það, sem menn höfðu vonað. En síðan segir hann: „Þrátt fyrir allt þetta, þrátt fyrir alla veikleikana innan S. Þ., þrátt fyrir allan áróður og pólitísk hrossakaup er það samt svo, að sérhver þjóð, jafnvel sú smæsta, ber sína ábyrgð og öllum þjóðum ber skylda til þess að leitast við að halda á lofti hugsjónum og tilgangi okkar stefnuskrár og þjóna þessum hugsjónum. Sérhvert ríki hefur þá alvarlegu skyldu að gæta orða sinna og atkvæðis hér og að beita hvorutveggja samkvæmt beztu sam- vizku í þjónustu friðarins og framfara og í engu öðru augnamiði né til- gangi. Það eru innan S. Þ. mörg stríðandi og truflandi öfl, og það er á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.