Andvari - 01.10.1967, Page 30
132
JÓHANN HAFSTEIN
ANDVARI
að mér skyldu framsögumanns þessarar mikilvægu nefndar, finnst mér kominn
tírni til þess að ég láti í ljósi hugleiðingar mínar urn verkefni mitt. Framsögu-
maður er aðeins þjónn nefndarinnar — þér nefndarmenn eruð húsbændurnir.
Þér takið ákvarðanir og ég geri allsherjarþinginu grein fyrir þeim. Á liðnuin
árum hefir hoðskapur yðar ekki verið mjög uppörvandi fyrir þjóðir heims, sem
hafa þráð góðar fréttir frá yður. Við þetta tækifæri bið ég yður að gefa mér
tækifæri við framsögu um umræður yðar og ákvarðanir að geta flutt að minnsta
kosti nokkra uppörvun og boðskap vona til þeirra þjóða, sem mæna á yður og
þrábiðja yður að létta af þeim fargi ótta og vonleysis. Þér hafið aðstöðu til þess
að hjálpa þeim. Eg bið yður að gera það. Mér þykir vænt um að fá að aðstoða
\ <<
your.
Þannig tók Thor Thors allt starf sitt hjá Sameinuðu þjóðunum með alvöru
og löngun til þess að verða að liði.
Á öðrum stað hefir verið að því vikið, hversu ýtarlegar og nákvæmar skýrslur
hins fáliðaða sendiherra voru jafnan um starfsemi þings Sameinuðu þjóðanna.
Þykir hlýða að birta hér síðustu skýrslu Thors til utanríkisráðuneytisins. Ekki
vegna þess að hún sé sérstaklega markverð umfram aðrar, en hún ber engu
að síður vitni þess, þótt stutt sé, hvernig hann starfaði og hvernig hann stóð
að staðaldri í sambandi við ríkisstjórn sína heima:
10. desember 1964.
„Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur nú staðið í nær tvær vikur,
og hefur þar ekkert skeð annað en það, að fulltrúar nokkurra landa hafa flutt
ræður sínar í general debate.
Sú ræða, sem eðlilega vakti mesta athygli var ræða Andrei A. Gromyko,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Ræðan þótti af ýmsum óvenju hógvær, og
einkurn var talið, að hann ræddi íriðsamlega um málefni Þýzkalands. Ræða þessi
sendist hér með (fskj. I) og einnig memorandum um afvopnunarmálin, sem
útbýtt var á þinginu að lokinni ræðu ráðherrans.
Ræða utanríkisráðherra Kanada vakti einnig talsverða athygli og þótti hann
taka ákveðið til máls um skuldir ýmsra þjóða og 19. grein sáttmálans. Elann
sagði að markmið Kanada í þessu máli væri „to achieve an accommodation, not
a capitulation". Ræðu Kanada er að finna í fundargerð frá 8. þ. m., sem hér
með sendist (fskj. II).
Einnig sendist fundargerð frá síðdegisfundinum 8. desember (fskj. III),
þar sem finna má ræðu utanríkisráðherra Irlands. Einnig talaði á þeim fundi
utanríkisráðherra Grikklarids, og konui ásakanir hans í garð Tyrkja af stað
umræðum nokkrum út af Kýpurmálinu.