Andvari - 01.10.1967, Page 31
ANDVARI
THOR THORS
133
Þá sendist fundargerð frá í gær (fskj. IV). Þar er að finna ræðu Abba
Eban, aðstoðarforsætisráðherra ísrael. Ræðan var að bætti þess ræðumanns
nijiig fallega orðuð og vel flutt og vakti mikla athygli, og fann fulltrúi íraq
ástæðu til að mótmæla þegar á fundinum fyrir bönd Arabaríkjanna. Á þessum
sama fundi talaði einnig utanríkisráðherra Dana, og sendist hér með ræðan
og uppkast að henni, sem ráðherrann sendi sendiherra til yfirlestrar og athug-
unar. Ræða Hækkerup vakti ekki þá athygli, sein hún gat verðskuldað, þar
sem margir fundarmenn véku úr lundarsal að lokinni ræðu Abba Eban. Ræðan
var vel flutt og fjallaði að miklu leyti um varnaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna
og viðskiptamál í framhaldi af ráðstefnunni í Genf s. 1. vor um viðskipti og þróun.
Venju samkvæmt var fyrsta ræðan í general debate ræða utanríkisráðherra,
að þessu sinni Vasco Leitao da Cunha, Brasilíu. Hann hlaut góða áheyrn og
var ræða hans athyglisverð. Ein af tillögum ráðherrans var að bætt yrði nýjum
kafla í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem fjallaði um „peace-keeping opera-
tions“ og settur yrði á nrilli kafla VI og kafla VII í sáttmálanum, svo að sér-
stakur kafli fjallaði um öll stig afskipta Sameinuðu þjóðanna af deilumálum,
allt frá friðsamlegum samkomulagstilraunum og hernaðaraðgerðum. (Fskj. V).
Annars má segja, að þetta þing lifi enn í hálfgerðri skuggatilveru. Fundirnir
vekja litla athygli og þingið er vart starfshæft, þar sem engar atkvæðagreiðslur
mega fara fram og engar nefndir eru starfandi. Flestar þjóðir hafa kvatt aðeins
örfáa fulltrúa til þings, en sendinefndirnar bíða heima unz séð verður hvað
taka á við, sem vart verður vitað fyrr en rétt fyrir jólin. Jafnvel hafa heyrzt
þær raddir, að fresta þessu 19. allsherjarþingi fram í september 1965, að 20.
ársþingið skal hefjast. Þetta er enn aðeins hugmynd, sem yrði mjög erfið í
framkvæmd og til lítils sóma. Slíkt mundi varpa skugga á starfshæfni og fram-
tíð S. Þ."
Nú er þessi rödd hljóðnuð og aðrir hafa tekið við, — allt hæfir og góðir
fflenn. En það er ekki lengur einn fáliðaður sendiherra, eins og utanríkisráð-
herrann, Guðmundur í. Guðmundsson, komst að orði. Nú eru sendiráðin orðin
tvö í Vesturheimi. Annað sendiráð ríkisins í Washington og hitt sendiráð hjá
Sameinuðu þjóðunum í New York. Kostnaður við sendiráðið í Washington,
sem einnig var okkar sendiráð hjá Sameinuðu þjóðunum alla tíð Thors Thors,
var síðasta árið, sem hann lifði, áætlaður á fjárlögum 1964, rúmar 3 millj.
króna, en sambærilegur kostnaður tveggja sendiráða nú mun vera um 6,5 millj.
króna.
í þessu sambandi má vel minnast þess, að þegar Thor Thors fluttist vestur
um haf til þjónustustarfa fyrir íslenzka ríkið, var hann vel fjáður maður. Hæpið
er, að nokkur annar hafi verið hagsýnni en hann fyrir ríkisins hönd í sendi-