Andvari - 01.10.1967, Qupperneq 33
ANDVARI
THOR THORS
135
ingurinn heimilaði, og að ákvörðunin um stofnun lýðveldis hefði að baki sér
ekki aðeins alla flokka, heldur og alla þingmenn. Ennfremur, að það sé skoðun
íslenzkra fræðimanna, studd af heimsfrægum erlendum fræðimönnum, að
Islendingar hafi nú, vegna vanefnda Dana á samningnum, tvímælalausan rétt
til þ ess að slíta öllu sambandi við Dani nú þegar. Þar segir ennfremur:
„Vakin skal athygli á því, að 17. maí 1941, lýsti Alþingi því yfir einróma,
að það teldi ísland hafa öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Danmörku og
það vildi, að stofnað yrði lýðveldi á íslandi, jafnskjótt og sambandinu við Dan-
mörku verði formlega slitið. Þessar ályktanir höfðu þannig verið gerðar og
birtar opinberlega áður en hervernd LT.S.A. á Islandi kom til tals. Þessar
ályktanir voru tilkynntar stjórn Dana formlega stjórnarleiðis/'
Og loks segir, að það sé:
„Enda frumréttur viðurkenndrar fullvalda þjóðar að ákveða sjálf stjórnar-
fyrirkomulag sitt.“
Ég skal geta þess, að höfuðrök Bandaríkjanna fyrir þeirri ósk, að við frest-
uðum lokasporinu þar til eftir árslok 1943 var sú, að Bandaríkin óttuðust, að
það yrði notað til árása á Bandaríkin, að þau hefðu knúið okkur til að stíga
lokasporið, meðan herliðið var hér á landi, en með þessari skýrslugjörð sönn-
uðu íslendingar, að þessar ákvarðanir voru teknar löngu áður en Bandaríkja-
her kom hingað.
Mér barst svo svar Bandaríkjanna dagsett 20. ágúst 1942. Þar segir meðal
annars:
„Ríkisstjórn Bandaríkjanna viðurkennir, að ógilding samningsins og sam-
bandsins og hinar fyrirhuguðu breytingar á grundvallar-atriðum í stjómarfari
íslands, sé mál, sem íslenzka þjóðin ætti ein á friðartíma að taka ákvörðun um,
eftir óskum sínum og þörfum."
Og þar segir ennfremur:
„Vill Bandaríkjastjórn endurtaka þá ábendingu, að rétt sé að fresta að
taka ákvörðun um sambandsslitin þangað til betur stendur á, ekki aðeins vegna
Bandaríkjanna og íslands sjálfs, heldur og í þágu heimsskipulagsins og skiln-
ings milli þjóða yfirleitt."
I þessari nótu var enn lögð höfuðáherzla á, eins og getur í öllurn þessum
tilfærðu orðum, að við frestuðum að stíga lokasporið. Alþingi íslendinga ákvað
nær einróma, að verða við þeirri beiðni, og tilkynnti Bandaríkjunum það, en þau
tilkynntu okkur hinsvegar með sérstakri nótu, að frá þeirra sjónarmiði væri
alls ekkert því til fyrirstöðu, að ísland yrði lýðveldi eftir árslok 1943,“