Andvari - 01.10.1967, Side 34
136
JÓHANN HAFSTEIN
ANDVARI
Inn í þetta þóf blandaðist sendiherra Islands í Washington af eðlilegum
ástæðum. Um það liefir Thor Thors skýrt svo frá sjálfur:
„Haustið 1942 fól þáverandi forsætisráðherra, Ólafur Thors, mér að leita
fulltingis stjórnar Bandaríkjanna til stofnunar íslenzka lýðveldisins. Ég átti
langar viðræður um það mál við Cordell Hull, er hafði gjörkynnt sér málið.
Hann liét algjörri viðurkenningu Bandaríkjastjórnar á lýðveldi Islands, eftir
að sambandssáttmálinn við Dani væri útrunninn. Með þessi skilaboð flaug ég
heim í októbermánuði 1942. Eins og kunnugt er urðu Bandaríkin fyrst til að
viðurkenna íslenzka lýðveldið og útnefndi Roosevelt forseti sérstakan ambassa-
dor til að koma fram fyrir sína hönd á Þingvöllum 17. júní 1944.“
Það er auðvelt að gera sér í hugarlund gleði íslenzka sendiherrans, Thors
Thors, þegar hann flýgur heim til íslands yfir Atlants-ála í miðri heimsstyrjöld-
inni með framangreindan boðskap. Fátt hefir honum verið liugstæðara og
hjartfólgnara en vera beinn þátttakandi í farsælum undirbúningi lýðveldis-
stofnunar á íslandi.
Þegar lýðveldið var stofnað þann 17. júní 1944, hélt sendiherra Islands
í Washington og kona hans síðdegisboð að Statler-Hotel og komu þangað um
500 manns. Meðal gesta voru ýmsir ráðherrar, senatorar og þingmenn, dómarar
í hæstarétti, fulltrúar í ntanríkisráðuneyti og aðrir stjórnarfulltrúar, auk blaða-
manna helztu blaða, útvarpsstöðva og fréttastofnana. Loks komu til boðsins
sendiherrar flestra ríkja í Washington, þ. á m. Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs
og allir íslendingar og Vestur-íslendingar í Washington og nágrenni. Um
kvöldið tlugu svo sendiherrahjónin til New York til þess að sækja þar mikinn
Islendingafagnað í boði aðalræðismannshjónanna Helga P. Briem og konu
hans. Við þau hátíðahöld hélt Thor Thors ræðu, sem lauk þannig:
„Það er oft sagt um okkur Islendinga, að við séum sundurlyndir og kunn-
um ekki að standa saman. En athugum það, að um 98 af hundraði af kjós-
endum þjóðarinnar greiddu atkvæði um sambandsslitin við Danmörku og nær
því allir voru sammála um þau. Þetta sýnir, að íslenzka þjóðin stendur saman,
þegar skyldan kallar.
I dag höfum vér Islendingar kastað teningunum. Vér höfum lýst því yfir,
að vér viljum standa einir, er vér stofnum lýðveldi vort. Það hlýtur þó að vera
Ijóst, að lítil þjóð getur því aðeins staðið ein, að réttur lítilmagnans sé viður-
kenndur í þeim heimi, er upp rís úr ölduróti núverandi styrjaldar. Fái minnsta
þjóð heimsins ekki að lifa í friði, þá verður lítið úr vígorðum iillum og loforð-