Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 36

Andvari - 01.10.1967, Side 36
138 JÓHANN HAFSTEIN ANDVARI og framtíð íslands í samfélagi þjóðanna brunnu honum í sinni. Þessi Islendinga- fagnaður var haldinn í New York. Þar eru samankomnir surnir þeir, sem unna íslandi, en skilja ekki íslenzku. Sendiherrann ávarpar þá fyrst á enska tungu, en segir síðan: „Góðir íslendingar. Þá vil ég mæla á íslenzku, okkar fögru og tæru tungu, sem ég veit að ykkur er ætíð unun að heyra. Við erum hér saman komin á gleði- og hátíðarstund til þess að minnast, að hinn 17. júní voru 20 ár liðin frá því að íslenzka lýðveldið var endurreist á Þingvöllum. Þetta var íslenzku þjóðinni rnikil hátíðar- og minningarstund, og landsfólkið safnaðist saman hvaðanæva af landinu til að helga þennan helg- asta viðburð í sögu okkar sjálfstæðisharáttu á helgasta stað landsins, Lögbergi, okkar Alþingi hinu forna. Það voru þá alvarlegir og ískyggilegir tímar í heim- inum, því hin hryggilega styrjöld geisaði enn, og ekki var endanlega séð fyrir lyktir hildarleiksins. Þótt ský væru á lofti í alheimsmálum og þokudrungað vor ríkti á Þingvöllum, var þessi dagur sólskinsstund í lífi þjóðarinnar. Bjartar vonir og fögur fyrirheit vöknuðu í huga hvers sanns íslendings, og þeir töldu, að nú blasti glæsileg framtíð við. Nú ætluðum við að standa einir. Við höfðum ýtt þjóðarskútunni frá landi og vildum sjálfir ráða ferð og fleyi, og skyldum við einir mæta hverjum sjá hversu hár og háskalegur, sem hann kynni að virðast. Síðan eru nú liðin 20 ár. Það er ekki langur tími í sögu þjóðar, en vissu- lega hefir margt skeð og margir örlagaríkir atburðir, er jafnvel geta ráðið rún- um okkar og framtíð okkar unga lýðveldis og sjálfstæði. Þegar við lítum yfir hinn fama veg hins 20 ára lýðveldis, sjáum við miklar framfarir blasa við á nær öllum sviðum. Árið 1944 vom íslendingar um 125,000, en nú í dag erum við nær 190,000. Þetta þykir ekki há tala á alheims mæli- kvarða, og jafnvel þó ætlað sé, að um næstu aldamót geti Islendingar verið orðnir allt að 400,000. Þeirri staðreynd verður ekki neitað, að við íslendingar erum fámennasta fullvalda þjóð í hciminum. Við, sem lengi höfum dvalið erlendis, höfum svo oft þurft að mæta þeirri erfiðu spurningu: Hvað eru eiginlega margir íbúar á íslandi? Þessi spurning veldur okkur oft vandræðum og leiðindum, en við nánari athugun ættum við að gera okkur það ljóst, að einmitt smæð þjóðar- innar má vera okkar stolt og hvöt. Athugum það, að það þarf meiri átök, meiri dug, meiri afrek, meiri vinnu, meira erfiði, og jafnvel meiri fórnfýsi fyrir um 190,000 manns að halda uppi menningarþjóðfélagi, en fyrir þjóðir, sem telja tugi eða hundruð milljóna. Ef okkur svo fáum tekst að viðhalda þjóðlífi á háu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.