Andvari - 01.10.1967, Side 38
140
JÓHANN HAFSTEIN
ANDVARI
Það eru tveir atburðir í stjórnmálalífi þjóSarinnar og samshiptum viS
aSrar þjóSir, sem vert er aS minnast á þessum tíma. Hinn fyrri er hinn mikli
viðburður, er ísland binn 19. nóvember 1946 öðlaðist inngöngu í Sameinuðu
þjóðirnar. Þetta mátti teljast síðasta sporið í okkar pólitísku sjálfstæðisbaráttu,
því að með þessari eldskírn höfunr við hlotið viðurkenningu alheims á því, að
litla þjóðin, sem byggir landið með kalda nafninu, var einnig í tölu sjálfstæðra
þjóða. A vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefir ísland reynt að sjá fótum sínum
forráð og koma frarn með hófsemd og raunsæi. A stundum hefir málflutningur
okkar vakið athygli og verið til framdráttar okkar helztu hagsmunamálum. Eink-
urn var þetta ljóst í sambandi við ákvörðun íslenzkrar landhelgi, því að okkur
tókst að ákalla athygli alheims i þessu nauðsynja- og réttlætismáli okkar. Það,
að ísland á sæti meðal Sameinuðu þjóðanna og atkvæðisrétt til jafns við stór-
veldi heimsins, rninnir þjóðirnar á tilveru okkar. Stefna okkar er mörkuð innan
Sameinuðu þjóðanna. Við erum lýðræðisþjóð, og einn þáttur hins frjálsa, vest-
ræna heims. Framkoma okkar markast af þessari staðreynd, og hefir ætíð verið
tákn sjálfstæðrar og frjálslyndrar umhótastefnu.
Hinn annar rnikli viðhurður er þátttaka okkar í bandalagi frjálsra vest-
rænna þjóða gegn yfirgangi einstakra stórvelda. Þetta bandalag — Atlants-
hafsbandalagið — var stofnað fyrir 15 árum, á þeim tírna, er hver smáþjóð
Evrópu á fætur annarri var svipt sjálfstæði, og þegar Ijóst var orðið, að frjálsar
þjóðir lýðræðis yrðu annaðhvort að standa saman í þéttri varnarfylking eða
verða rændar frelsi, ein og ein, unz engri yrði bjargað. íslandi er mikil vernd
í félagsskap stórvelda hins frjálsa heims og án umhyggju og vináttu þeirra
ættum við fallvalt öryggi og lítið athvarf. Hlutverki þessa bandalags kann þó
að ljúka og að sjálfsögðu ber okkur að ástunda vinsamlega sambúð við allar
þjóðir, án tillits til stjórnmálastefnu þcirra og keppa að aukinni verzlun og
viðskiptum.
Ég get ekki látið hjá líða að skýra ykkur frá því, að við hjónin erum ný-
komin úr ferðalagi til þess að heimsækja fólk af íslenzkum ætturn, sem við
nefnum Vestur-Islendinga, í byggðum þeirra á vesturströnd Bandaríkjanna og
Kanada. Alls staðar voru þar fjölmennar samkomur og okkur var fagnað af vin-
áttu og hlýju. Tryggðin við Island er aðdáunarverð og einn hinn snarasti þáttur
í eðli þessa fólks. I hópi þeirra eru margir afreksmenn og almennt hefir fólkinu
vegnað vel og verið ætt sinni og fósturjörð til sórna. Það má með stolti taka
undir orð skáldsins og segja um þessa landa vora:
„Þeir sýndu það svart á hvítu
með sönnun, er stendur gild,