Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 41

Andvari - 01.10.1967, Side 41
ANDVARI THOR THORS 143 minnisstæð. Framkoma senator Austins, fulltrúa Bandaríkjanna hjá S. Þ., og einnig talsmanns Breta, Hector McNeils, varautanríkisráðherra Bret- lands og Sir Hartley Shawcross, hefir oft vakið hrifningu mína. Enn- fremur hefi ég oft dáðst að mælsku Vishinskys, varautanríkisráðherra Rússa og Mannuilskys, utanríkisráðherra Úkraínu. En þessir hafa verið aðalbardagamennirnir á þingum S. Þ.“ Þannig talaði Thor árið 1948, en hann átti þá enn eftir að kynnast stór- mennum heimsins um 16 ára skeið. Við vitum, að Thor Thors gat heilsað hverjum sem var með reisn, talað við hvern sem var af kunnáttu og með kynn- ingu sinni gert lítið land að stóru. * Þau Thor og Ágústa áttu þrjú börn, öll fædd á íslandi, Margréti, Ingólf og Thor Harald. Margrét lézt fyrir vestan fyrir aldur fram og var þeirn hjón- um mikill harmdauði. Bræðurnir, Ingólfur og Thor, eru báðir búsettir og kvæntir vestan hafs, Ingólfur verzlunarmaður í Washington, en Thor aðstoðar vice-president í National City-bank í New York. Hvemig var sendiherrann okkar? Persónulýsing er ætíð nokkuð erfið og gæti verið umdeild. Þetta skal þó sagt: Thor Thors var glæsimenni í sjón og framkomu. Hann var fríður sýnum, hárið dökkt og liðað og fór vel, gránaði með ámm. Augun grá og dökkar brúnir. Gat verið þungur á brún, en augun glettin, þegar hann var í léttu skapi. Hann var vel meðalmaður á hæð, en sýndist hærri, bar sig vel og var virðulegur í framkomu. Röddin var sterk með fögrum hljómblæ. Ræðumaður var hann ágætur og eftirsóttur, — hann var rökfastur og gagnorður í málafylgju, en tilfinninganæmur í tækifærisræðum. Flarmafregnin um andlát Thors Thors barst hingað síðdegis þann 11. janúar 1965. Sendiherrann hafði látizt skyndilega af óvæntri innvortis blæð- ingu í svefni að heimili sínu í Washington. Ríkisstjórn Islands ákvað á fundi daginn eftir, að einn ráðherranna skyldi vera fulltrúi landsins við greftmn Thors, sem ráðið var að yrði í rnold Banda- ríkja Norður-Ameríku, þar sem sendiherrann hafði varið lífsorku sinni í aldar- fjórðung og niðjar hans nú em búsettir.1) 1) Jarðarför Thors Thors var gerð frá Washington National Cathedral að viðstöddu miklu fjölmenni, ambassadorum, stjórnarerindrekum og embættismönnum. Fyrir hönd stjómar Banda- ríkjanna var viðstaddur utanríkisráðherra, Dean Rusk, en fulltrúi íslenzku ríkisstjómarinnar var dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, ásamt konu sinni. Fjöldi annarra persónulegra vina sendiherrahjónanna höfðu komið um lengri eða skemmri veg til jarðarfararinnar. Sendiherrann er jarðsettur í Rock Creek kirkjugarði og er gröf hans andspænis gröf dóttur hans, Margrétar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.