Andvari - 01.10.1967, Síða 48
150
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON
ANDVARI
gerSi hann sér grein fyrir brunalyktinni, sem hafði verið í vitum hans frá því
hann vaknaði.
Guðlaug kom frá því að hleypa kúnum út.
— Þú hefur kveikt í bænum, sagði Mýrarhúsa-Jón og var mjög hávær og
æstur.
— Guð hjálpi þér, Jón, sagði konan og var líka orðin hávær. — Ég lagÖi
bara í ofninn í rnorgun, til að yrði hlýrra í stofunni þegar þú vaknaðir. Og þú
hefur aldrei um þína daga mátt vera að neinu á þessum bæ, ekki einu sinni að
gera við reykrörið frá ofninum. Ég er búin að biðja þig um það í marga mánuði.
Ónei, ekki hann Jón. Hann hafði nú öðru þarfara að sinna. Ekki hann Jón,
sagði hún og hafði ekki gefið sér tíma til að draga andann meðan hún talaði.
— Þegiðu kona og komdu með buxurnar mínar. Ég stend ekki svona á
brókinni inni í brennandi húsi.
— Mér er alveg sama hvernig þú stendur og hvar þú stendur, en þú lýgur
ekki upp á mig. Það var klökkvi í rödd hennar, og Mýrarhúsa-Jóni fannst að
henni færi það ekki illa eins og á stóð. Hann sá að hún hjó sig til að fara út.
— Hvert eru að æða kona? sagði hann.
— Ég ætla að hlaupa í síma, ef þig varðar um það. Mér sýnist þú ekki
feröafær, aldrei þessu vant. Hún reigði sig framan í hann.
— Þú verður að koma með buxurnar mínar. Mér er ómögulegt að vera
svona. Hingað getur drifið margmenni. Jafnvel konur og börn geta slæðst hingað.
— Það verður sjón að sjá þig hestlausan á brókinni úti á túni með brennandi
bæ í baksýn. Ég held mér dámi það ekki. Annars setti ég fötin þín bak við komm-
óðuna til að þú fyndir þau ekki á meðan brennivínsmóÖunni væri að svifa frá.
Síðustu orðin kallaði hún til hans framan úr dyrum. Mýrarhúsa-Jón
snaraðist inn í ganginn að stofunni. Reykjarbólsturinn stóð á hann um leið og
hann opnaÖi stofuhurðina. Hann beygir sig niður til að vera ekki í mesta reykn-
um og gætti þess að sleppa ekki vegg fyrr en hann kom hóstandi og bölvandi
og hálfblindaður að kommóðunni. Það voru fjölskyldumyndir ofan á henni
og andlitin störðu svipbrigÖalaust og upphafin út í grátt og heitt og rammt loftið.
Mýrarhúsa-Jón reyndi að draga kommóöuna fram á gólfið, en hún bifaÖist
ekki. Hann þreifaði á bak við hana, þar sem einhverjar flíkur urðu fyrir honum.
Hann vöðlaði þeirn í fang sér. Síðan rykkti hann efstu skúffunni út og sópaði
myndunum niður í hana og lagði fötin ofan á þær. Hann tók annarri hendi um
skúffuna en þreifaÖi sig fram til dyranna með lausu hendinni. Hitinn var orð-
inn næstum óbærilegur. Hann lokaði hurðinni og skjögraði eftir ganginum
fram í eldhúsið og lagði skúffuna frá sér áður en hann lokaði eldhúshurðinni.
Það dunaði í eyrum hans eins og allar æðar líkamans opnuðust út í hlustirnar,