Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 48

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 48
150 INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON ANDVARI gerSi hann sér grein fyrir brunalyktinni, sem hafði verið í vitum hans frá því hann vaknaði. Guðlaug kom frá því að hleypa kúnum út. — Þú hefur kveikt í bænum, sagði Mýrarhúsa-Jón og var mjög hávær og æstur. — Guð hjálpi þér, Jón, sagði konan og var líka orðin hávær. — Ég lagÖi bara í ofninn í rnorgun, til að yrði hlýrra í stofunni þegar þú vaknaðir. Og þú hefur aldrei um þína daga mátt vera að neinu á þessum bæ, ekki einu sinni að gera við reykrörið frá ofninum. Ég er búin að biðja þig um það í marga mánuði. Ónei, ekki hann Jón. Hann hafði nú öðru þarfara að sinna. Ekki hann Jón, sagði hún og hafði ekki gefið sér tíma til að draga andann meðan hún talaði. — Þegiðu kona og komdu með buxurnar mínar. Ég stend ekki svona á brókinni inni í brennandi húsi. — Mér er alveg sama hvernig þú stendur og hvar þú stendur, en þú lýgur ekki upp á mig. Það var klökkvi í rödd hennar, og Mýrarhúsa-Jóni fannst að henni færi það ekki illa eins og á stóð. Hann sá að hún hjó sig til að fara út. — Hvert eru að æða kona? sagði hann. — Ég ætla að hlaupa í síma, ef þig varðar um það. Mér sýnist þú ekki feröafær, aldrei þessu vant. Hún reigði sig framan í hann. — Þú verður að koma með buxurnar mínar. Mér er ómögulegt að vera svona. Hingað getur drifið margmenni. Jafnvel konur og börn geta slæðst hingað. — Það verður sjón að sjá þig hestlausan á brókinni úti á túni með brennandi bæ í baksýn. Ég held mér dámi það ekki. Annars setti ég fötin þín bak við komm- óðuna til að þú fyndir þau ekki á meðan brennivínsmóÖunni væri að svifa frá. Síðustu orðin kallaði hún til hans framan úr dyrum. Mýrarhúsa-Jón snaraðist inn í ganginn að stofunni. Reykjarbólsturinn stóð á hann um leið og hann opnaÖi stofuhurðina. Hann beygir sig niður til að vera ekki í mesta reykn- um og gætti þess að sleppa ekki vegg fyrr en hann kom hóstandi og bölvandi og hálfblindaður að kommóðunni. Það voru fjölskyldumyndir ofan á henni og andlitin störðu svipbrigÖalaust og upphafin út í grátt og heitt og rammt loftið. Mýrarhúsa-Jón reyndi að draga kommóöuna fram á gólfið, en hún bifaÖist ekki. Hann þreifaði á bak við hana, þar sem einhverjar flíkur urðu fyrir honum. Hann vöðlaði þeirn í fang sér. Síðan rykkti hann efstu skúffunni út og sópaði myndunum niður í hana og lagði fötin ofan á þær. Hann tók annarri hendi um skúffuna en þreifaÖi sig fram til dyranna með lausu hendinni. Hitinn var orð- inn næstum óbærilegur. Hann lokaði hurðinni og skjögraði eftir ganginum fram í eldhúsið og lagði skúffuna frá sér áður en hann lokaði eldhúshurðinni. Það dunaði í eyrum hans eins og allar æðar líkamans opnuðust út í hlustirnar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.