Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 49

Andvari - 01.10.1967, Page 49
ANDVARI LÍFIÐ í BRJÓSTI MANNS 151 og hann sveið í augun. Þegar hann fór að jafna sig byrjaði hann að gramsa í skúffunni. Hann hafði ekki náð að krafla upp annað en jakkann og vestið. Pen- íngaveskið var horfið úr innanávasa jakkans. Það var eins og liann vildi ekki trúa því og hann var að kreista flíkina og þreifa í vasana góða stund. Svo lagði hann jakkann frá sér og fór að leita í skúffunni. Þar var ekkert að finna nema gömul bréf, brjóstnælu sem Guðlaug átti, leyfisbréfið, sem Kristján tíundi hafði undirritað, og afsalið fyrir jörðinni. Þegar hann var orÖinn vonlaus um að veskið væri þarna, sneri hann sér hægt við og gekk að dyrunum. Hann horfði á þær stutta stund og hlustaði á snarkið fyrir innan. Svo hristi hann höfuðið. Tuttugu og tveir hestar, hugsaði hann. Bezti og samvaldasti hópur reiðhesta norðan heiða rokinn í veður og vind vegna þess að það hafði skorið gamalt kerlingarhró í augun að sjá hann eins og frjálsborinn mann í þessari fylkingu fara hest af hesti. Mýrarhúsa-Jón sneri frá dvrunum og klæddi sig hægt og ann- ars hugar í vestið og jakkann og hissaði upp um sig nærbuxunum. Síðan gekk hann út úr bænum eins tiginmannlegur í fasi og aðstæður leyfðu. Hann hafði komið sér fyrir hjá hnakktöskunni niður á túni þegar fyrstu menn bar að til að slökkva eldinn. Það var logn og torfið brann hægt og reyk- urinn stóð upp úr baðstofuþekjunni og hnyklaðist upp í heiðan himininn. Eldsvoðinn sást orðið víða að í hreinviðrinu og menn voru ekki að bíða eftir því að síminn hringdi eða þeim bærust boð með öðrum hætti heldur stukku á næstu hesta og riðu hvað af tók beina stefnu á reykinn. Sumir höfðu aðeins gefið sér tíma til að hnýta snæri upp í reiðskjótana, aðrir leystu frá kerru og hleyptu af stað á aktygjuðum hestum og næstum allir komu berbakt. Stöku menn stönzuðu hjá Mýrarhúsa-Jóni áður en þeim varð gengið til eldsins. Þeir buðu góðan dag og bjuggust við hann risi á fætur. Hann hreyfði sig ekki heldur bauð þeim brennivín og þeir gengu snúðugt frá honum og litu ekki við honum eftir það. Þeir sem fyrstir voru á vettvang höfðu rifið ofan af brunninum og tínt til þær fötur sem þeir fundu og farið að bera vatn á hurðina fram í eldhúsið til að varna því að eldurinn kæmist í frambæinn, sem var allur úr timbri. Vatnsburð- urinn var seinlegur vegna þess að brunnurinn var á bak við bæinn og það þurfti að bera vatnið fram fyrir húsin og inn göngin. Þegar mönnum fjölgaði gekk fljótar fyrir sig að ausa. Mýrarhúsa-Jón lá í túnlautinni og horfði ýmist á reykinn eða yfir götuna í ásnum, þar sem menn voru að reytast í augsýn misjafnlega búnir. Einhver hafði skotið hesti undir Guðlaugu. Hann sá hana koma berbakt yfir ásinn og heim tröðina. Hann pírði á hana augun og ók sér neðar í lautina. Það var ekki veldið á henni þessa stundina klofvega á hrossinu. Hún þóttist ekki sjá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.